Skírnir - 01.01.1966, Side 8
6
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
fyrstu prentsmiðju hér á landi sem var í höndum leikmanna
og kappkostaði útgáfu veraldlegra bókmennta. Á undan henni
hafði farið Ósýnilega félagið (1760); á árunum 1779—96
var Lærdómslistafélagið uppi, en Landsuppfræðingarfélagið
á árunum 1794—1827. öll voru þau mótuð af upplýsingar-
stefnunni, en þegar Bókmenntafélagið var stofnað, var ní-
tjánda öldin gengin í garð með margvíslegum straumum sín-
um og stefnum.
Furðulega var sá lesendahópur, sem félagið studdist við,
sundurleitur, þar sem flestar stéttir koma þar til greina, og
má að vonum sjá merki þess í því, sem félagið gaf út.
Nú skal gera ögn nánari grein fyrir þessu. Ef litið er á
bækur þær, sem Bókmenntafélagið lét prenta langt fram eft-
ir fyrstu öld tilveru sinnar, gætti þar ákaflega mikið alþýð-
legra fræðirita. Fyrsta bókin, sem rætt var um að láta koma
út, var landaskipunarfræði, litlu síðar kom út grasafræði,
lestrarkver, lækningakver, lýsing landsins helga á Krists dög-
um, ritgerð um túna- og engjarækt, eðlisfræði, landafræði,
lítil fiskibók, og voru þá enn ekki liðin nema rúm fjörutíu ár
frá stofnun félagsins. Runan er ákaflega löng, þangað til
Flóra íslands kemur út 1901, en síðan verður fljótlega breyt-
ing á. Er þetta allt auðskilið. Langt fram eftir 19. öld var
alþýðufræðsla mjög lítil, barnaskólar fáir, þangað til síðast
á öldinni, og sérskólar þó enn seinna á ferðinni. Aðalmerki-
árið var 1907, þegar skólaskylda var lögleidd. Skólunum
fylgdu námsbækur, sem við áttu í hverjum þeirra, og bú-
vísindi fengu furðu snemma sín málgögn; það var því eðli-
legt, að útgáfustörf Bókmenntafélagsins breyttust, og stefna
þau síðan meir að vísindaiðkunum.
Stjórnendur Bókmenntafélagsins lögðu alla tíð rækt við
sagnfræði, og þeim tókst vel að fá alþýðubækur um mann-
kynssögu. Páll Melsteð byrjaði með Fornaldarsögunni 1864,
síðan fór Miðaldasaga, Nýjasagan og Norðurlandasagan, eft-
ir, ný Fornaldarsaga kom 1900 eftir Hallgrím Melsteð; enn
má nefna fáeinar ævisögur.
Svo sem von var til, gaf Bókmenntafélagið út tímarit frá
upphafi: Fyrst Islenzk sagnablöð, á árunum 1817—26. Þá