Skírnir - 01.01.1966, Page 9
Skírnir Hið ísl. bókmenntafélag hálfrar annarrar aldar gamalt
7
var breytt til, Skírnir hóf göngu sína 1827. Hann var ætlaS-
ur til að fara til Fróns með fréttir, svo og færa íslendingum
erlendis fréttir frá fslandi, en stundum var efninu alveg skipt
og kom út í tveimur heftum. Auðsætt má vera, hve mikil
þörf var á slíkum fréttaflutningi, ekki sízt íslendingum heima,
sem mjög voru einangraðir, og er þá líka auðskilið, hve mik-
inn þátt Skírnir átti í skoðanamyndun manna hér á landi.
Úr einangrun vorri greiddist vitanlega nokkuð, þegar blöð-
um tók að fjölga á síðara hluta 19. aldar. Á fyrsta áratug
vorrar aldar tengdist fsland öðrum löndum með síma, 1930
kom Ríkisútvarpið, og blöð efldust æ meira. Það var því ekki
nema eðlilegt, að Skírnir kæmi í síðasta sinn í sínu fyrra
formi út 1904, en síðan hefur hann verið tímarit almenns
efnis.
Það, sem nú var sagt um alþýðufræðslu og fréttir, sýnir
gjörla, hve Bókmenntafélagið lét sér annt um að bæta úr
hinum mikla skorti 19. aldar, en einnig hvernig menningar-
þróun upp úr síðustu aldamótum fékk með alveg eðlilegum
hætti öðrum aðiljum verkefni, sem félagið hafði sinnt af kost-
gæfni, meðan þörfin á því var sem brýnust.
Langt fram eftir 19. öld studdi félagið nokkuð útgáfu
merkra skáldrita. Þannig voru tvívegis gefin út á vegum
þess kvæði Stefáns Ólafssonar, Bjarna Thorarensens og Jón-
asar Hallgrímssonar; enn fremur var prentaður Paradísar-
missir Miltons, Messias Klopstocks, Hómerskvæði, kvæði Jóns
Thoroddsens, svo og skáldsaga hans Maður og kona, og loks
tvö leikrit Shakespeares Óthelló og Rómeó og Júlía. Verður
ekki annað sagt, en þeir, sem að þessu stóðu, eigi lof skilið fyr-
ir það, hvílík verk þeir völdu til útgáfu. Upp úr þessu hefur
væntanlega orðið auðveldara að fá útgefendur að bókum en
áður hafði verið, svo að höfundum og þýðendum hefur orðið
eitthvað hægara um vik en fyrrum, enda var Rómeó og Júlía
síðasta skáldrit frá síðari tímum, sem félagið gaf út.
Það sem nú var sagt, sýnir, að félagið lagði allt kapp á að
veita sem bezt lið, bæði til þess að menn vissu, hvað gerðist
í veröldinni, og að þeir gætu öðlazt undirstöðuvitneskju um
ýmsar nytsamar fræðigreinar, og auk þess veitti það fulltingi