Skírnir - 01.01.1966, Page 11
Skírnir Hið ísl. bókmenntafélag hálfrar annarrar aldar gamalt
9
svo sem frumsmíðar, bornar fram af hugrekki og góðum vilja,
eru vanar að gera.
Nú leið tími, áður en fornrit birtist næst hjá Bókmennta-
félaginu, en það voru Biskupasögur, tvö bindi, á árunum 1856
til 1878; síðan gaf Jón Þorkelsson rektor út brot úr Hauks-
bók og Guðmundarsögu 1865; þá Guðmundur Þorláksson og
Finnur Jónsson Islenzkar fornsögur á árunum 1879—83, þá
gaf Finnur út Islendingabók Ara fróða 1887, og Jón Þorkels-
son yngri Islenzkar ártíðaskrár (1893—96). Fáeinar heim-
ildir birtust frá tímanum eftir þjóðveldið, svo sem ævisaga
Jóns Indíafara. Enn er ótalið stærsta verkið, Islenzkt forn-
bréfasafn, sem hóf göngu sína 1857; af því eru nú komin út
nærri 16 bindi og nær safnið langt fram eftir 16. öldinni.
Um fyrsta bindi sá Jón Sigurðsson, og fylgir hverju skjali
merkileg ritgerð; þá tók við Jón Þorkelsson, sem sá um það
langa-lengi; um seinni útgefendur verður síðar getið.
Það mætti þykja undarlegt, að ekki var meira kapp lagt á
að gefa út fornritin. En ástæðan er engan veginn torskilin.
Um þessar mundir áttu Islendingar næsta mikinn þátt í
Hinu konunglega norræna fornritafélagi. Menn líti á, hvaða
rit þar birtast, hverjir mest unnu þar að, en einnig hverjir
voru helztu áskrifendur og kaupendur verkanna. En í öllu
þessu kveður mest að Islendingum. Lítum á þriðja bindi
Fornmannasagna 1827. Þar er áskrifendalisti, og eru Islend-
ingar þar í kringum 770 eða um % allra áskrifenda.
Það var ekki fyrr en eftir aldamótin 1900, að aftur er reynt
að reisa á nýjan stofn sögu Islands, það var verk Boga Th.
Melsteðs, sem birtist á árunum 1902—30, en hann komst
ekki lengra en til aldamótanna 1200. Aftur á móti komu bæði
útgáfur heimilda og rannsókna í Safni til sögu Islands, sem
ég mun brátt minnast á, en auk þess má telja upp þó nokk-
ur rit varðandi sögu Islands, sem út komu á fyrstu öld fé-
lagsins, t. d. rit um siðaskiptin, um upphaf allsherjarríkis á
Islandi, um kristnitökuna — sú bók kom út svo sem vera bar
árið 1900 og var eftir Björn M. Ölsen, — og á aldarafmæli
Jóns Sigurðssonar gaf félagið út þykkt bindi af bréfum hans.
Af mannfræði kom margt, má þar til nefna nokkrar ævisög-