Skírnir - 01.01.1966, Page 13
Skírnir Hið ísl. bókmenntafélag hálfrar annarrar aldar gamalt 11
og málsháttasafn eftir séra Guðmund Jónsson; á árunum
1862 og 1864 lét Jón Sigurðsson félagið kaupa nokkuð af
upplagi Islenzkra þjóðsagna og ævintýra Jóns Árnasonar.
Síðan gaf Jón Árnason út fyrir félagið Islenzkar gátur 1887,
en þar á eftir tók við verkinu Ölafur Davíðsson og gaf út
þjóðkvæði, þulur, vikivaka og skemmtanir (á árunum 1888
—1903). (Endurprentun á Gátum og Skemmtunum kom út
á árunum 1963—4.) Árið 1940 var prentuð rannsókn á ís-
lenzkum þjóðsögum eftir Einar Ól. Sveinsson; sú bók var
kostuð af sjóði Margrétar Lehmann-Filhé, sem áður hafði
kostað Goðafræði eftir Finn Jónsson. Því miður er þessi sjóð-
ur nú illa farinn sökum verðbreytinga hér á landi á síðari
árum. Um bókmenntasögu komu út Rithöfundatal Jóns Borg-
firðings og stutt bókmenntasaga eftir Finn Jónsson, en auk
þess komu merkileg rit varðandi islenzkar bókmenntir í Safni
til sögu Islands, sem brátt verður vikið að.
Oft hefur heyrzt sú skoðun, að það standi næst íslending-
um að inna af höndum rannsóknir á menningu sinni og máli,
en einnig á náttúru lands síns, og í þeim efnum sé mest von,
að þeir geti skarað fram úr öðrum. Bókmenntafélagið hefur
lagt drjúgan skerf til rannsóknar á náttúrufræði Islands.
Þegar snemma á ferli sínum tók það að láta Björn Gunn-
laugsson gera mælingar á landinu, og tókst það svo vel, að
þegar 1845—49 voru landabréfin gefin út í fjórum gerðum.
Rétt um sömu mundir var félagið að hefja annað stórvirki,
að undirbúa lýsingu Islands. Það var árið 1838, að Jónas
Hallgrímsson bar fram tillögu, að félagið byndist fyrir söfn-
un skýrslna, gamalla og nýrra, sem veittu vitneskju um lands-
lýsingu Islands. Þessi söfnun bar mikinn árangur, því að
prestar sömdu sóknalýsingar, sem í er geysimikill fróðleikur,
og veðurbækur fóru menn að halda. Jónas Hallgrímsson ferð-
aðist víða um Island, eins og allir vita, en þá gerðist sú ógæfa,
að hans missti við árið 1845, og varð þetta mál þá að falla
niður, en sóknalýsingarnar eru á sínum stað og bíða þess
flestar, að þær séu prentaðar.
Um aldamótin 1900 létu náttúrufræðingar allmikið til sín
taka. Þá gaf Þorvaldur Thoroddsen út á vegum félagsins Lýs-