Skírnir - 01.01.1966, Page 15
Skírnir Hið ísl. bókmenntafélag hálfrar annarrar aldar gamalt 13
M. Ólsen um skattbændatal 1311, ritgerð eftir Finn Jónsson
um bæjanöfn á Islandi og loks rit Boga Th. Melsteðs: Ferðir,
siglingar og samgöngur milli Islands og annarra landa á dög-
um þjóðveldisins. 5. bindi hófst með útgáfu Bjamar M. Ól-
sens á Sólarljóðum, merku verki. Þegar þetta var, hafði Hafn-
ardeild félagsins verið lögð niður, og voru öll rit félagsins síð-
an gefin út í Reykjavík. Hefst þá og þriðja aldarhelftin í ævi
félagsins. Kem ég að því tímabili siðar.
Meðan Safn til sögu Islands var gefið út í Kaupmannahöfn,
kom út á árunum 1880—1904 í Reykjavík Tímarit Hins ís-
lenzka bókmenntafélags. Var það vinsælt, framan af að
minnsta kosti. Frægustu ritgerðir í því munu vera þau orða-
skipti, sem Björn M. Ólsen og Finnur Jónsson áttu í um heim-
kynni eddukvæða. Þegar menn sáu, að ekki var ástæða til
að halda Skími áfram sem fréttariti, var hann og Tímaritið
sameinað, og komu þau út í hinu nýja formi 1905.
Á fyrstu fundum félagsins voru ræddar tillögur um stofn-
un stiftsbókasafns, sem síðar hlaut nafnið Landsbókasafn.
Átti félagið góðan þátt í að styðja það, og raunar fleiri söfn,
þó að það legði mesta rækt við þetta. En þegar safnið efld-
ist, varð það með tímanum að ríkisstofnun.
Nokkuð snemma tók Bókmenntafélagið að safna handrit-
um, og smám saman varð það safn æðimikið. Lét þá félagið
gera skrár yfir það. Þegar tímar liðu, þótti félaginu ekki
nauðsynlegt að eiga þetta mikla safn sjálft, og þótti það mega
vel vera með handritasafni Jóns Sigurðssonar og Landsbóka-
safni, en félagið var þá í fjárþröng. Varð það úr, að þetta
handritasafn var selt Landsbókasafni árið 1901.
Eins og fyrr var getið, skiptist félagið frá upphafi í tvær
deildir, Hafnardeild og Reykjavíkurdeild. 1 rauninni er þetta,
svo einkennilegt sem það kann að virðast, alveg eðlilegt sam-
kvæmt menningarháttum Islendinga um þær mundir. Höfuð-
borgin fram eftir öldinni var Kaupmannahöfn, þar var margt
íslenzkra visindamanna og menntamanna, og vel mun mega
segja, að islenzkir fjármunir væru þar meir á lausum kjala
en heima fyrir. Hins vegar óx Islendingum fiskur um hrygg,
eftir því sem leið á öldina, með tilkomu Alþingis og vexti