Skírnir - 01.01.1966, Side 17
Skírnir Hið ísl. bókmenntafélag hálfrar annarrar aldar gamalt 15
þeirrar bókar fyrr getið; þá skal nefna Gerðir Landnáma-
bókar eftir Jón Jóhannesson — bók sem er óefað í tölu hinna
allra merkustu rannsókna, sem Bókmenntafélagið hefur gefið
út; þá er Ari fróði eftir Einar Arnórsson; Á Njálsbúð eftir
Einar Ól. Sveinsson; Upphaf leikritunar á Islandi eftir Stein-
grím J. Þorsteinsson; Njála í íslenzkum skáldskap eftir Matt-
hías Jóhannessen; Þættir um líf og ljóð norrænna manna í
fornöld eftir Magnus Olsen (þýðendur Guðni Jónsson og
Árni Björnsson). 1 annan stað voru svo sagnfræðirit, í fyrsta
lagi heimildir og handbækur, sem fyrr voru nefndar, þá voru
ævisögur manna, tvær eftir Jón biskup Helgason um fræði-
menn á 18. öld, alþýðlegt ágrip af ævi Jóns Sigurðssonar
eftir Pál Eggert Ólason, ævi Baldvins Einarssonar eftir Nönnu
Ólafsdóttur; enn fremur ferðabók Tómasar Sæmundssonar,
og Fjölmóður, ævikviða Jóns lærða. Af öðrum ritum skal
nefna: Þegar Beykjavík var 14 vetra eftir Jón Helgason,
Dómkirkjuna á Hólum eftir Guðbrand Jónsson; Sóttarfar og
sjúkdóma á Islandi eftir Sigurjón Jónsson, Þjóðréttarsamband
Islands og Danmerkur eftir Einar Amórsson, Uppruna mann-
legs máls eftir Alexander Jóhannesson. I nýjum flokki af
Safni til sögu Islands hefur ýmislegt birzt, sem ekki er enn
talið, þar á meðal Chorographica Islandica eftir Áma Magn-
ússon og Nöfn íslendinga árið 1703 eftir Ólaf Lárusson. Enn
skal nefna hér Handritamálið eftir Einar Ól. Sveinsson. Loks
skal geta þess, að innan fárra daga verður Skírnir 1965 bor-
inn út um bæinn, og fylgir honum bók eftir Einar Ól. Sveins-
son um ritunartíma Islendingasagna. I haust er von bóka
ársins 1966 með registri yfir öll tímarit félagsins og skrá yfir
sérstakar bækur, og verður það mikið rit. En í Skírni verða
greinar um sögu félagsins.
Það er vitað mál, að sum félög frá fyrri tímum, sem hafa
starfsemi líka Bókmenntafélaginu, hafa á síðustu ámm átt
í vök að verjast, og er þá eðlilegt, að Bókmenntafélagið verði
fyrir hinu sama. Stríðstímarnir vom mjög erfiðir þessum fé-
lögum, og seinni árin, með hinum öm verðbreytingum, gerðu
gamla sjóði lítilsverða og ollu því, að styrkir til félaganna
fylgdust alls ekki með verðbreytingunum.