Skírnir - 01.01.1966, Page 18
16
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Hér til kemur enn fremur, að hugsunarháttur nútímans er
hreyttur frá því, sem fyrr var. Þá undu menn því glaðir, að
út kæmu á ári fáeinar arkir af stórum ritum, og leiddi það
til þess, að mörg rit voru ákaflega lengi á leiðinni. En því-
líka þolinmæði og biðlund hafa menn ekki nú á tímum.
Stórt rit á nú helzt að koma allt í einu. En þá leið geta þessi
félög ekki farið. Ef til vill hefur Bókmenntafélagið komizt
næst því, þegar fimm bindin af íslenzkum æviskrám komu
út á fimm árum. — Hinu má vitanlega ekki heldur gleyma,
að svo æskilegt sem kann að vera að hafa hraðann á, getur
það hefnt sín að flaustra útgáfu af, einkum ef skortur er á
undirbúningsrannsóknum.
Af þeim ritum, sem Bókmenntafélagið hefur haft á prjón-
unum um langan aldur, vildi ég nefna hér Fombréfasafnið
sérstaklega. Það er ekki mikið verk að ljúka síðasta bindi þess.
En framhaldið hlýtur að vekja umhugsun. Nútíðin heimtar,
að safnið sé gefið út með meiri hraða en verið hefur áður.
En til þess þarf miklu meiri stuðning af ríkisfé en hingað til
hefur verið kostur á. Þetta mál þarf sinnar athugunar við á
breiðara grundvelli en áður hefur verið.
Þegar þér, háttvirtir áheyrendur, gangið nú fram í for-
salinn til að horfa á þá bókasýningu, sem þar getur að líta,
kann einhverjum að koma til hugar, að gaman væri nú að
geta keypt bækumar, sem þar em sýndar. En því miður, og
þó alveg sem von er til, er mikið af þeim upp gengið. Auk
þess em stundum eyður í ritsöfnin. Einkum væri þörf að
fylla eyður Skímis, Safns til sögu Islands og Fornbréfasafns.
Það væri bezt að hafa það verk náinnar framtíðar.
Ekki þarf í grafgötur um það að ganga, við hvað Bók-
menntafélagið hefur lagt mesta rækt, og ætti það ekki að
vera síður ljóst nú en áður, en það er íslenzk menning, ís-
lenzkar bókmenntir, saga og mál. Þegar Guðmundur Finn-
bogason þýddi stærðfræðina eftir Whitehead, sem gefin var
út á vegum Bókmenntafélagsins 1931, þá var tilgangurinn
meir að leggja nýja fræðigrein undir veldi íslenzkunnar en
vanaleg fræðslustefna. Sama máli gegnir um Skírni, hann er
fyrst og fremst íslenzkt tímarit, markmið hans að efla ís-