Skírnir - 01.01.1966, Side 20
18
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
verið í seinni tíð í Islenzkum fræðum (Studia Islandica) og
svo sem Handritastofnun Islands hlýtur að leggja jafnan
stund á öðrum þræði.
I hinu virðist mér Bókmenntafélagið ekki geta verið að
standa, þó að blöð eða tímarit vanræki að segja frá útlend-
um efnum. Þeir, sem taka að sér útlend efni, sinni þeim,
og þá er um að saka, ef einhvers þykir i vant um fræðsl-
una.
Ég lýk nú senn máli mínu, en vildi áður þakka öllum þeim
aðiljum, sem veitt hafa hjálp til þess, að sýning þessi mætti
gefa hugmynd um verk Bókmenntafélagsins. Er þar fyrst að
nefna Þjóðminjasafn og starfsmenn þess, Háskólabókasafn og
Landsbókasafn, svo og Handritastofnun íslands og starfsmenn
hennar. En öllum, sem liðsemd hafa veitt, nefndum og ónefnd-
um, kann ég þakkir fyrir hjálp þeirra.
Hér á undan hef ég ekki átt kost á að rekja annað en
meginatriði í störfum Bókmenntafélagsins. Auðvitað hefur
einn eftir annan af vísindamönnum og andans mönnum
þessarar þjóðar komið fram rétt í svip í erindi þessu í sam-
bandi við verk þau, sem þeir hafa lagt þar fram: Og þó er
sem þeir séu umhverfis oss:
svipfylking
sækir þing
í sinnis hljóðri borg.
En jafnvel frá verkum þeirra hafði ég lítið tóm til að segja.
Sú var ætlun mín, að þetta undarlega nafnatal, sem mönn-
um mun þykja ég hafa þulið hér á undan, segði þrátt fyrir
allt mikla sögu, sögu um merkileg og furðuleg afrek lítils
og fátæks félags, sögu um mikla menn, sem unnu þjóð sinni
stöðugt gagn með stórhug og þolinmæði og komu þrátt fyrir
alla erfiðleika miklu til leiðar. Yfirbragð þeirra er ólíkt, þegar
skoðaðar eru myndir þeirra, en sérhver þeirra hafði góðan
vilja. Og þegar öllu er á botninn hvolft, gefur þetta nafnatal
furðu mikla mynd af vexti og viðgangi íslenzkra mennta
síðustu hundrað og fimmtíu árin. Einlæg þökk sé öllum
þeim mönnum, sem hér hafa lagt hönd að verki.