Skírnir - 01.01.1966, Page 22
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON:
HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG.
Stofnendur Bókmenntafélagsins voru þeir Rasmus Christian
Rask og sr. Ámi Helgason, sem þá var prestur á Reynivöllum
í Kjós. Rask dvaldist hér á landi um nær tveggja ára skeið
og ferðaðist um landið og vann að undirbúningi félagsstofn-
unarinnar. Þegar Rask fór héðan af landi burt síðsumars
1815, var lokið að semja hoðsbréf mn stofnun félagsins,
safna tillögum til félagsins og gera annað, sem gera þurfti
til að hleypa félaginu af stokkunum.
Á leiðinni til Danmerkur kom skipið, sem Rask sigldi með,
til Edinborgar; þar komst hann í samband við enska og skozka
menn, sem hétu að gerast styrktarmenn hins væntanlega
félags. Þegar til Kaupmannahafnar kom, hélt hann áfram að
afla hugmyndinni fylgis. Á nýársdag 1816 lét hann boðshréf
ganga út meðal íslendinga og Islandsvina í Kaupmannahöfn
og skoraði á þá að styrkja félagið. Árangurinn varð sá, að
30. marz 1816 var samþykkt að stofna félagsdeild í Kaup-
mannahöfn, sem skyldi vera svipuð þeirri, sem fyrirhugað
var að stofna í Reykjavík. Á fundinum 30. marz 1816 var
Rask kjörinn forseti, Grímur Jónsson, síðar amtmaður, fé-
hirðir og Finnur Magnússon prófessor skrifari.
Reykjavíkurdeild Bókmenntafélagsins var hins vegar stofnuð
í ágústmánuði sama ár. Tveir fyrstu fundirnir voru haldnir
1. og 15. ágúst. Á þeim fyrri var hin fyrsta stjórn Reykja-
víkurdeildarinnar kosin, en hana skipuðu sr. Árni Helgason
forseti, Sigurður Thorgrímsen landfógeti féhirðir og Halldór
Thorgrímsen sýslumaður skrifari. Á síðari fundinum var
samþykkt tillaga frá félaginu í Kaupmannahöfn, að félögin
skyldu sameinast og vera tvær deildir í einu félagi, sem skyldi
hera nafnið Hið íslenzka bókmenntafélag. Með því var í