Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 25
Skímir
Hið íslenzka bókmenntafélag
23
fyrir gert. Sú fyrirætlun fór í gröfina með Jónasi Hallgríms-
syni, en hann var á launum hjá Bókmenntafélaginu síðustu
eeviárin til að vinna að hinni fyrirhuguðu Islandslýsingu.
Það leiddi af sjálfu sér, að bókaútgáfa félagsins dróst saman,
meðan það stóð í slíkum stórræðum sem mælingu og korta-
gerð landsins og undirbúningi að landslýsingu. Engu að síður
miðlaði félagið landsmönnum ekki ómerkari bókmenntum
en þýðingu sr. Jóns á Bægisá á MessíasarkvœSi Klopstocks,
og áður hafði Bókmenntafélagið haft Paradísarmissi Miltons
í þýðingu sr. Jóns á boðstólum, en prentun þess verks var
kostuð af enskum manni John Heath að nafni, en hann gaf
Bókmenntafélaginu síðan 200 eintök af bókinni, sem var
prentuð undir umsjón Bókmenntafélagsins. Bókmenntafélagið
varð því framarlega í flokki að gefa út öndvegisrit erlendra
bókmennta í íslenzkum þýðingum.
Bókmenntafélagið hafði engan veginn gleymt hinu upp-
haflega markmiði, bókaútgáfunni. Það sást bezt á tillögu, sem
fram kom á fundi í Kaupmannahafnardeildinni frá Skafta
T. Stefánssyni, en hún var þess efnis, að kosin skyldi nefnd
til að íhuga, hverjar bækur væru Islandi nytsamlegastar, og
félagið skyldi síðan fá þær samdar. Þetta gerðist á fundi 30.
marz 1836. Skafti lét lífið 10 dögum seinna, og þessi hug-
mynd varð aldrei framkvæmd, en ári síðar kom Jón Sigurðs-
son með þá tillögu, að félagið skyldi gefa út safn smárita
arlega um ýmisleg fróðleg efni bæði utanlands og innan. Á
næstu árum komu svo út nokkur rit samin eftir þessari for-
skrift, svo sem tvær ævisögur Franklins og Oberlins, Lækn-
lngakver Jóns Hjaltalíns, Ævisaga Alberts Thorvaldsens,
Lýsing landsins helga, RitgjörS um túna- og engjarœkt og
Um frumparta íslenzkrar tungu i fornöld eftir Konráð Gísla-
son. Þá má ekki gleyma, að Bókmenntafélagið gaf út fyrstu
utgáfurnar af LjöSmælum Jónasar Hallgrímssonar og Bjarna
Thorarensens.
Það bar til nóttina milli 24. og 25. september 1847, að eldur
kom upp í húsi því, sem bækur og skjöl Kaupmannahafnar-
deildarinnar voru geymd í. Það var lán í óláni, að flest verð-
mætustu handrit deildarinnar voru annars staðar. Hins vegar