Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 26
24
Aðalgeir Kristjánsson
Skirnir
brunnu þarna allar forlagsbækur Bókmenntafélagsins, sem
þarna voru geymdar, m. a. ljóðmæli Jónasar og Bjarna, skjala-
safn Kaupmannahafnardeildarinnar, bókaleifar Lærdóms-
listafélagsins og aðrar bækur, sem félaginu höfðu verið gefnar.
Það leit því ekki sérlega vel út fyrir félaginu um þessar
mundir. Finnur Magnússon próf. var forseti Kaupmanna-
hafnardeildarinnar, þegar bruninn varð. Hann andaðist
saddur lífdaga á aðfangadag þetta sama ár. Brynjólfur Péturs-
son var varaforseti og tók við forsetastörfum eftir lát Finns
og gegndi því starfi fram til 31. mai 1851. Það kom í hans
hlut að leiða kortlagningu landsins til lykta.
Jón Sigurðsson varð forseti Kaupmannahafnardeildarinnar
31. maí 1851. Hann var þá farinn frá Kaupmannahöfn heim
til Islands til að sitja á Þjóðfundinum. Jón sat siðan í forseta-
stóli til dauðadags 7. desember 1879. Með komu hans á for-
setastól hefst nýtt tímabil í sögu félagsins. Um sama leyti og
Jón tók við forsetastörfum, gekk í gildi lagabreyting, sem
heimilaði félaginu meira starf og rýmri fjárráð. Eldri lög
mæltu svo fyrir, að leggja skyldi fimmta hluta ársteknanna
í vaxtasjóð. Jón kemst svo að orði um starfsemi félagsins,
frá því að hann tók við forsetadæmi og fram til 1866, að á
þessu tímabili hafi félagið gefið sig mest við að prenta bækur,
einkum þær. sem miða til að útbreiða þekkingu um ástand
lands vors og stjórn, og svo sögu þess og bókmennta vorra
bæði að fornu og nýju.
Á fyrsta fundi Kaupmannahafnardeildarinnar, sem Jón
sat á sem forseti, bar Gísli Brynjólfsson fram uppástungu þess
efnis, að félagið skyldi gefa út árlega tímarit, er ætlað væri
fyrir ritgjörðir og skjöl, íslenzkum bókmenntum og sögu lands-
ins viðkomandi. Tillögunni var vel tekið og nefnd kosin til
að dæma um þær ritgerðir, sem birtast skyldu í ritinu. Fyrsta
heftið í þessu ritsafni, sem hlaut nafnið Safn til sögu Islands
og íslenzkra bókmennta aS fornu og nýju, kom út 1853. Síðan
hefir þetta rit verið við lýði í Bókmenntafélaginu, a. m. k.
annað veifið.
Á þessum árum óx fjöldi félagsmanna verulega. Olli það
mestu um, að nú fengu félagsmenn endurgoldið árgjald sitt