Skírnir - 01.01.1966, Page 27
Skírnir
Hið íslenzka bókmenntafélag
25
í bókum og stundum meira verðmæti í bókum en árgjaldinu
nam, en það var 3 dalir. Þetta varð til þess, að menn gengu
hópum saman í félagið. Árið 1851 höfðu aðeins 4 menn
gengið í félagið, en það ár vont einungis 200 félagar, sem
guldu tillög. Árið 1859 var félagatalan hins vegar orðin 780.
Þessi fjölgun gaf starfsemi félagsins byr undir vængi, enda
var nýjum verkefnum brátt hrundið af stokkum. Er þar fyrst
að telja Skýrslur um landshagi á íslandi og TiSindi um stjórn-
armálefni íslands. Ríkisstjómin veitti ríflegan styrk til beggja
þessara ritsafna. Bæði þessi söfn komu út á árabilinu 1855—
1875.
Á fundi hjá Reykjavíkurdeildinni 23. ágúst 1854 bar það
til tíðinda, að Jón Pétursson assessor bar fram þá tillögu, að
félagið byrjaði á að gefa út íslenzkt fornbréfasafn og leitað
yrði samkomulags við stjórnarnefnd Árnasafns um útgáfu
þess. Þetta mál var að sjálfsögðu rætt á fundi í Kaupmanna-
hafnardeildinni og hlaut þar ótvíræðan stuðning. Jóni Sigurðs-
syni tókst að fá styrk hjá stjórninni til að semja upphaf rits-
ins, en Árnanefnd hafði ekki viljað leggja neitt af mörkum,
þó að hún væri málinu hlynnt. Með þessum styrk gat Jón
boðið Bókmenntafélaginu handrit að fyrsta hefti fornbréfa-
safnsins án ritlauna, en seint gekk Jóni fyrsta bindið, því að
það kom ekki út fyrr en 1876. Síðan lá þessi útgáfa niðri,
þangað til dr. Jón Þorkelsson tók upp málið að nýju 10 árum
seinna og aflaði útgáfunni fjár hjá dönsku kennslumálastjórn-
inni og Alþingi. Vann hann síðan ótrauður að útgáfunni til
æviloka.
Á fundi 18. nóvember 1854 var samþykkt í Kaupmanna-
hafnardeildinni að hefja útgáfu á Biskupasögunum, og kom
fyrsta heftið út 1856. Þessari útgáfu var lokið árið 1878, og
var hún í tveimur þykkum bindum. Jón Sigurðsson og Guð-
brandur Vigfússon höfðu lagt þar mest af mörkum, þó að
fleiri hefðu unnið við útgáfuna.
Reykjavíkurdeildin jók einnig bókagerð sína á þessum ár-
um. IllionskvœSi komu út í þýðingu Benedikts Gröndals ár-
ið 1856, I—XII kviða. Þá var það ekki síður lofsvert, að árið
1864 kom út Fornaldarsagan eftir Pál Melsteð. Tveim árum