Skírnir - 01.01.1966, Side 28
26
Aðalgeir Ivristjánsson
Skírnir
seinna kom MiSaldasagan, og Nýja sagan kom svo í heftum
á árabilinu 1868—1887. Einnig gaf Reykjavíkurdeildin út
Norðurlandasögu eftir sama höfund árið 1891. Fyrir utan
sagnfræðina gaf Reykjavíkurdeildin út smábækur um íslenzka
málfræði og réttritun, landafræði o. fl.
Þess má enn geta, að Bókmenntafélagið keypti og býtti út
meðal félagsmanna fáeinum bókum, og í þeim flokki voru
frægastar íslenzkar þjóSsögur og œvintýri, sem Jón Ámason
hafði safnað. Þessi útgáfa var gefin út í Leipzig á árunum
1862—1864.
Á árinu 1879 komu fram tillögur um tvö ný rit hjá Reykja-
víkurdeildinni. Jón Pétursson kom með þá tillögu, að deild-
in tæki að sér að gefa út Sýslumannaœvir Boga á Staðar-
felli, og bauðst til að sjá um útgáfuna gegn ákveðnum rit-
launum á örkina. Deildin féllst á þetta mál, og var tillagan
samþykkt, en útgáfan hófst ekki fyrr en 1881, og sóttist seint,
þangað til Hannes Þorsteinsson tókst á hendur að vinna verk-
ið árið 1901, og lauk því 1915, nema nafnaskránni.
Hitt ritið, sem ákveðið var að stofna, var Tímarit hins ís-
lenzka bókmenntafélags. Grímur Thomsen bar fram þá til-
lögu, að félagið gæfi út ritsafn svipað Lærdómslistafélagsrit-
unum. Þetta var samþykkt, og Tímaritið hóf göngu sína árið
1880. Svo var ráð fyrir gert í upphafi, að það flytti allfjöl-
breytt efni, en heldur fór vegur þess dvínandi í fjölbreytni
í efnisvali, svo að menn gerðust óánægðir með efni þess,
þegar tímar liðu, og lauk svo, að það var lagt niður árið 1904
og var það gjört vegna breytinga á Skírni, sem nú skal greina
frá.
í 4. grein hinna fyrstu laga Bókmenntafélagsins var svo
fyrir mælt, að félagið skyldi gefa út stutt fréttablað, sem
hefði að geyma „þær helstu nýjungar viðvíkjandi landstjóm,
merkisatburðum, búskap, kauphöndlan og bókaskrift bæði
innan iands og utan“. Sagnablöðin voru gefin út samkvæmt
þessari forskrift. Þegar Skírnir hóf göngu sína árið 1827, var
enn haldið áfram með sama snið. Hann var fyrst og fremst
fréttarit, auk þess sem hann birti reikninga og skýrslur fé-
lagsins og skrá yfir helztu bækur, sem út höfðu komið á