Skírnir - 01.01.1966, Page 30
28
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnir
mannahafnardeildin bar sigur úr býtum að því leyti, að hún
var ekki lögð niður. Hins vegar vann Reykjavíkurdeildin það
á, að hún fékk hagstæðari skiptingu á tekjum Bókmennta-
félagsins og fékk útgáfu Skírnis í sínar hendur, og kom
Skírnir í fyrsta skipti út í Reykjavík árið 1890. Dr. Jón Stef-
ánsson skrifaði þann árgang.
Skírnir hélzt í svipuðu formi í meira en áratug, eftir að
farið var að gefa hann út í Reykjavík. Undir aldarlokin tóku
þó að heyrast fleiri raddir, sem töldu, að hann væri ekki
lengur í samræmi við kröfur tímans. Einnig fór óánægjan
vaxandi með Tímarit bókmenntafélagsins, og kom þetta fram
í báðum deildum. Var nú svo komið, að farið var að ræða
um að hætta útgáfu Skirnis og Frétta frá Islandi. Jafnframt
var sú hugmynd tekin að stinga upp kollinum, að félagið
hæfi útgáfu alþýðlegs tímarits, en allt gekk þetta með seina-
gangi þangað til á aðalfundi Reykjavikurdeildarinnar 8. júlí
1903, að skipuð var nefnd til að íhuga breytingar á Tíma-
ritinu. Tillögur hennar urðu þær, að Tímaritið og Skírnir
yrðu lögð niður, en í stað þess kæmi nýtt tímarit, sem skyldi
heita Skírnir og koma út fjórum sinnum á ári. Sérstakur rit-
stjóri skyldi ráðinn og vera á launum. Hinar endanlegu til-
lögur voru samþykktar á fundi 14. marz 1904 af stjórninni
í Reykjavikurdeildinni. Á næstu fundum var svo gengið til
fullnustu frá breytingunni. Að vísu þótti Kaupmannahafnar-
deildinni Reykjavíkurdeildin hafa verið helzt til einráð i
þessu máli, en þær væringar urðu samt skammæjar. Guð-
mundur Finnbogason dr. phil. varð hinn fyrsti ritstjóri Skírn-
is eftir breytinguna og hafði það starf á hendi um tveggja
ára skeið, en hann var einn hinna þriggja nefndarmanna.
Næstur honum kom Einar Hjörleifsson rithöfundur (1908
—1909), þá Björn Bjarnason frá Viðfirði dr. phil. (1910
—1912), en síðan dr. Guðmundur Finnbogason að nýju.
Hinn nýi Skírnir varð brátt vinsæll og aflaði félaginu nýrra
félagsmanna, og naut hann þess, að hinir fyrstu ritstjórar,
sem mótuðu hann í upphafi, voru öndvegismenn, hver á
sínu sviði.
Hinn nýi Skímir hafði varla stigið fyrstu sporin, þegar af-