Skírnir - 01.01.1966, Page 32
30
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnir
dags hafði Sigfús Blöndal verið mótfallinn heimflutningi,
en hann mat meira, að lögum félagsins yrði breytt og vær-
ingarnar út af deildaskiptingunni yrðu kveðnar niður, en
Kaupmannahafnardeildin yrði áfram við lýði. Þeir Björn
M. Ólsen unnu síðan fleiri og fleiri á sitt mál úr hópi þeirra,
sem verið höfðu andvígir heimflutningi Kaupmannahafnar-
deildarinnar. Fyrir atbeina Sigfúsar Blöndals var svo komið,
að forseti Kaupmannahafnardeildarinnar, Þorvaldur Thor-
oddsen, lét málið hlutlaust.
Björn M. Ólsen hélt heim til Islands í upphafi árs 1911.
Þegar heim kom, tók hann til óspilltra málanna við smíði
nýrra laga til handa Bókmenntafélaginu og fékk þá Hall-
dór Jónsson bankagjaldkera og dr. Bjöm Bjamason sér til
aðstoðar. Þetta lagauppkast var síðan sent til Sigfúsar Blön-
dals. Kaupmannahafnardeildin skipaði einnig laganefnd, og
voru 3 nefndarmenn úr hópi andstæðinga heimflutningsins,
en jafnmargir úr sveit heimflutningsmanna, alls 6 menn.
Uppkastið frá Birni M. Ólsen var lagt til grundvallar og öðl-
aðist samþykki nefndarmanna. Síðan var fmmvarpið sent
heim og það rætt af laganefnd Reykjavíkurdeildarinnar.
Gekk þetta allt að óskum, og voru lögin endanlega samþykkt
á aðalfundum deildanna í Reykjavik 8. júlí 1911 og í Kaup-
mannahöfn 31.október. Þegar lögin höfðu verið samþykkt,
var hafinn undirbúningur að flytja Kaupmannahafnardeild-
ina heim. Það starf kom í hendur Jóns Sveinbjamarsonar,
en Kaupmannahafnardeildin átti mikinn hókaforða, sem nú
var sendur heim til íslands. Þar með var Kaupmannahafnar-
deildin öll. Hún hafði starfað í 96 ár og unnið ómetanlegt
starf í þágu Islands, sögu þess og bókmennta, svo að það
verður seint fullþakkað eða ofmetið.
Eftir að deildir Bókmenntafélagsins höfðu verið sameinaðar
í eitt, má segja, að starfsemi og starfssvið félagsins hafi verið
komið i þær skorður, sem það hefir siðan verið í. Það er því
ekki úr vegi að geta nokkuð þeirra manna, sem mest hafa
lagt af mörkum í þágu Bókmenntafélagsins síðustu hálfa
öldina.
Þess er áður getið, að Björn M. Ólsen varð forseti Reykja-