Skírnir - 01.01.1966, Page 33
Skímir
Hið íslenzka bókmenntafélag
31
víkurdeildarinnar 1909. Þegar gengið var til kosninga að lok-
inni sameiningu deildanna 1912, var hann kjörinn forseti
með 305 atkvæðum. Næstur var Einar H. Kvaran með 7 at-
kvæði. Björn M. Ólsen var síðan forseti fram til ársins 1918.
Steingrímur Thorsteinsson skáld var varaforseti, en fulltrúar
voru Sigurður Kristjánsson, bóksali, dr. Bjöm Bjarnason, Jón
Jónsson Aðils, dr. Guðmundur Finnbogason, Jón Magnússon
og Matthías Þórðarson. Úr hópi fulltrúanna voru svo valdir
gjaldkeri, skrifari, kjörstjóri og bókavörður. Þannig var stjórn
Bókmenntafélagsins skipuð á því herrans ári 1912. Stein-
grímur Thorsteinsson skáld andaðist 21. ágúst 1913, og var
dr. Jón Þorkelsson kjörinn varaforseti i hans stað árið 1914.
Þegar Bókmenntafélagið var 100 ára 1916, var dr. Jón gerður
að heiðursfélaga þess, og forseti þess varð hann 1918, þegar
Björn M. Ólsen sagði af sér forsetadæminu vegna heilsubrests,
en hann hafði þá gegnt forsetastarfi um 9 ára skeið. Jóns
Þorkelssonar naut þó ekki lengi við á forsetastóli, því að hann
andaðist 10. febrúar 1924. Á þeim ámm, sem dr. Jón Þor-
kelsson var forseti, hóf Bókmenntafélagið útgáfu Annála frá
1400—1800, sem enn er ekki lokið, og Kvæðasafns. Dr. Jón
tók að sér að sjá um þá útgáfu, og komu út tvö stór hefti,
rneðan hann var ofar moldu, en síðan gaf Sigurður Nordal út
smáhefti (1927). tJtgáfa Fombréfasafnsins var höfuðverk dr.
Jóns Þorkelssonar í þágu Bókmenntafélagsins, en auk þess gaf
hann út fyrir félagið Islenzkar árííSaskrár á ámnum 1893
—1896. Sagði hann svo sjálfur frá, að við sjálft hefði legið á
þeim árum, að hann hefði orðið ættfræðinni að bráð.
Guðmundur Finnbogason dr. phil. varð varaforseti Bók-
menntafélagsins 1918, þegar dr. Jón Þorkelsson tók við for-
setastörfum. Við andlát Jóns varð Guðmundur svo forseti,
en Matthías Þórðarson þjóðminjavörður varaforseti. Þess er
áður getið, að Guðmundur Finnbogason tók við ritstjórn
Skímis að nýju árið 1913 og gegndi því starfi fram til árs-
ins 1920. Hann átti því mestan þátt í að gera Skírni að slíku
öndvegisriti, sem hann var á þessum árum, enda bar ritið
þess vitni, að fjölmenntaður og gáfaður maður fór með stjórn
þess. Á þessum ámm birtust í Skírni bæði sögur og kvæði,