Skírnir - 01.01.1966, Síða 34
32'
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnir
þýdd og frumsamin, auk greina um hin margvíslegustu efni,
svo að ritið hefir aldrei lagt jafnmikið til almennrar mennt-
unar og þau árin. Það kom út í heftum 4 sinnum á ári.
Mörgum þótti Skírnir vera helzt til rúmfrekur á garða Bók-
menntafélagsins, svo að 1920 var horfið að því ráði að láta
hann koma út aðeins einu sinni á ári. Guðmundur var þessu
mótfallinn og hætti ritstjórninni fram til ársins 1933, þá
tók hann við að nýju og var síðan ritstjóri allt fram til
1943, en forseti Bókmenntafélagsins var hann samfleytt fram
til 1943. Þá sagði hann af sér hæði forsetastörfum og rit-
stjórn Skímis, en þá hafði hann verið 32 ár í stjórn Bók-
menntafélagsins, forseti þess í 20 ár, og ritstjóri Skímis í
22 ár. Hann andaðist ári síðar,
Árni Pálsson tók við ritstjórn Skírnis 1921 og var ritstjóri
hans fram til 1929. Árið 1930 var Einar Arnórsson ritstjóri,
síðan Árni Pálsson að nýju fram til 1933, að Guðmundur
Finnbogason tók við. Þegar Árni hafði tekið við Skírni, varð
ritið brátt lrelgað íslenzkum fræðum meir en áður hafði verið.
Og er það ekki sagt því til lasts, en að sjálfsögðu var sú sér-
hæfing ekki fallin til að auka lesendafjölda Skímis. Árni
Pálsson var frábærlega vel ritfær, og Skírnir var enn sem
fyrr hið ágætasta rit. Þegar Guðmundur Finnbogason tók
aftur við Skírni 1933, hélt ritið áfram að vera mestmegnis
um íslenzk fræði, og smátt og smátt fækkar þar sögum og
kvæðum, en ritgerðir með vísindalegu sniði verða fleiri og
fleiri. Þessi þróun var eðlileg. Fleiri og fleiri tímarit hófu
göngu sína og fluttu margvíslegt skemmtiefni, svo að Skírnir
hafði ekki lengur sömu aðstöðu og fyrr, en slík þróun stuðl-
aði ekki að auknum lesendafjölda, enda hefir félögum í Bók-
menntafélaginu farið fækkandi síðustu áratugina. Það er að
vissu leyti skiljanlegt á öld sérhæfingarinnar, og hlutdeild
Bókmenntafélagsins í viðhaldi og eflingu þjóðmenningarinn-
ar er orðin næsta lítil miðað við það, sem áður var. Þannig
hefir tímanna rás þokað Bókmenntafélaginu úr því öndvegi,
sem það skipaði fram yfir aldamót.
Matthías Þórðarson varð forseti Bókmenntafélagsins á eft-
ir Guðmundi Finnbogasyni og gegndi því starfi til dauða-