Skírnir - 01.01.1966, Síða 35
Skímir
Hið íslenzka bókmenntafélag
33
dags 1961. Þá tók núverandi forseti, próf. Einar Ólafur Sveins-
son, -við forsetastörfum, en hann var varaforseti, þegar Matt-
hías Þórðarson andaðist. Einar hafði auk þess verið ritstjóri
Skírnis frá því Guðmundur Finnbogason lét af störfum og
fram til þess núverandi ritstjóri, próf. Halldór Halldórsson,
tók við ritstjórninni árið 1954.
Saga Bókmenntafélagsins síðustu hálfa öldina — er saga
samdráttarins. Til þess liggja margar orsakir. Meðan deild-
irnar voru tvær, var nokkur keppni og rigur á milli þeirra
a. m. k. annað veifið, sem örvaði starfsemina og efldi á marg-
an hátt. Það er tæplega hægt að segja, að eftir sameiningu
deildanna hafi starfsemi félagsins verið jafnmikil og meðan
þær voru tvær. Útgáfustarfsemi var lítil í landinu alla 19.
öldina, en eftir aldamótin kemur vöxtur í bókaútgáfuna og
fleiri útgáfufélög fara að keppa við Bókmenntafélagið. Sum
þeirra starfa meira að segja á svipuðum grundvelli og Bók-
menntafélagið, svo sem Sögufélagið og Hið íslenzka fræða-
félag í Kaupmannahöfn, sem var að vissu leyti arftaki Kaup-
mannahafnardeildarinnar og rak blómlega bókaútgáfu um
árabil, en tímans tönn hefir leikið það svo grátt, að það virð-
ist nálega í andarslitrunum.
Stefna Bókmenntafélagsins var heldur ekki likleg til mik-
ils veraldargengis. Þannig var það á aðalfundi félagsins 17.
júní 1926, að Steinn Steinþórsson stakk upp á, að félagið
gæfi út ýmsar ljóðabækur, sem voru uppseldar og nefndi til
Grím Thomsen og Benedikt Gröndal. Forseti svaraði m. a.
þvi til, að auðgert væri fyrir bókaútgefendur og bóksala að
gefa út ljóðabækur þjóðskáldanna, jafnóðum og þyrfti, en hins
vegar vafasamt, að sum þau þörfu rit, er félagið gefur út,
kæmu út, ef félagið ekki gæfi þau út. Enda þótt þetta sjónar-
mið ætti alla þökk og virðingu skilið, fól það í sér þá hættu,
að efni félagsins hlytu að ganga til þurrðar og starfsemi þess
að dragast saman, og þegar þessi orð voru töluð, mátti segja,
að félagið hefði verið komið nálægt því að stranda á þessu
skeri. Eftir ófriðarlokin 1918 hækkaði allt, sem við kom prent-
unarkostnaði svo mikið, að félagið varð að draga saman segl-
m. Skirnir hætti að koma út ársfjórðungslega, útgáfa Forn-
3