Skírnir - 01.01.1966, Page 37
Skímir
Hið íslenzka bókmenntafélag
35
hverjir eru í félaginu, en svo er talið, að það telji nú eitt-
hvað milli 1000 og 1200, og er það veruleg töluleg fækkun
frá því, þegar það var fjölmennast, hvað þá ef miðað er við
fólksf jölda.
Samtíðin er áhugalítil um andleg verðmæti, og þjóð, sem
hefir jafnmikinn áhuga á kosningum og fslendingar, sýnir
kosningunum í Bókmenntafélaginu síminnkandi áhuga, nema
þegar stórafmæli eru fyrir dyrum, þrátt fyrir batnandi sam-
göngur.
Það hefir verið stiklað á stóru í sögu félagsins, enda hefir
saga þess verið rækilega rakin í tveimur afmælisritum, 1866
og 1916. Ókomnir tímar eiga eftir að skera úr um það, hve
langa stund Bókmenntafélagið á eftir að vera við lýði. Það
lifir ekki endalaust á fornri frægð einni saman, en það hefir
vissulega hlutverki að gegna í þágu íslenzkrar bókmenningar,
þó að þrengra sé um það en áður. Bókaeign þess og mögu-
leikarnir á að ljósprenta það, sem uppselt er af bókum og
tímaritum þess, gæti orðið því stoð til að standa af sér storma
komandi tíma. Ljósprentun á útgáfum Bókmenntafélagsins
er þegar hafin og með henni gæti e. t. v. orðið nýr vöxtur í
starfsemi félagsins, en hvað sem því líður og hvernig sem
hjól tímans kann að veltast, verður þeirri staðreynd ekki
haggað, að Hið íslenzka bókmenntafélag hefir unnið mikið
og lofsvert starf í þágu þjóðmenningar okkar frá upphafi
vega, og aldrei deyr, þó allt um þrotni, endurminning þess,
sem var.
Helztu heimildir: Afmælisrit Bókmenntafélagsins 1866 og 1916 og
fundargerðarbækur félagsins.