Skírnir - 01.01.1966, Page 39
Skimir
Indriði G. Þorsteinsson
37
Hver er ferill manns, sem verður frægur rithöfundur við
hirtingu einnar smásögu? Ærið sundurleitur. Indriði G. Þo»-
steinsson fæddist að Gilhaga í Skagafirði 18. apríl 1926, og
hann segist sjálfur vera kominn af bændafólki í 13 ættliði.
Indriði ólst upp í Skagafirði til 1939, er hann fluttist til Ak-
ureyrar. Ekki var hann fram úr hófi hneigður til skólanáms,
féll á prófi upp í annan bekk í Menntaskólanum á Akureyri
1941, en síðan lá leið hans suður til Laugarvatns, og þaðan
útskrifaðist hann úr eldri deild héraðsskólans með lágri ann-
arri einkunn vorið 1943. Að lokinni þessari snöggsoðnu skóla-
nienntun tók við rótleysi og stefnuleysi þess manns, sem
enga fasta braut hefur markað sér. Indriði stundaði vega-
vinnu um nokkurt skeið, gerðist sölumaður hjá heildsölu-
fyrirtæki á Akureyri um tveggja ára bil, en næstu tvö ár
starfar hann sem vörubílstjóri. Því næst liggur leið hans vest-
ur í Skagafjörð á ný, og nú er hann tekinn til við að skrifa,
leitar hælis hjá frændfólki sínu til þess að fá næði og tóm
til að sinna þessari nýju iðju, en vinnur þess á milli það,
sem til fellur. Síðan tekur við meiri vegavinna, unz hann
leitar suður á ný, gerist fyrst leigubílstjóri í Reykjavík, en
lætur svo berast með tímans straumi suður á Keflavíkurflug-
völl. Hvort tveggja átti eftir að koma mjög við sögu á höf-
undarferli hans, og á Keflavíkurflugvelli hefur hann ef til
vill fyrst leitt hugann að hinum snöggu breytingum þjóðfé-
lagsins, sem breyttu íslenzkri bændaþjóð í rótlausa, skimandi
kynslóð, sem renndi augum til erlendra fyrirmynda án þess
að hafa þá áttað sig á sinni eigin stöðu. Þessar breytingar
hafa æ síðan sett svip sinn á ritverk Indriða G. Þorsteins-
sonar í vaxandi mæli.
En árið 1951 verða þáttaskil í lífi hans. Stefnuleysið úr
sögunni, rótleysið horfið. Við tekur skýrt mörkuð braut að
fjarlægu, en fastákveðnu marki, gengin öruggum skrefum.
fndriði ræðst nú sem blaðamaður til Tímans, og hefur hann
gegnt því starfi síðan, flutti sig yfir til Alþýðublaðsins 1960
—62, tók að því loknu við ritstjórn Tímans. Á miðju sumri
bom hin skyndilega frægð, og sama haust kemur út fyrsta
bók Indriða, smásagnasafnið Sæluvika. Þetta er lítið kver,