Skírnir - 01.01.1966, Side 40
38
Njörður P. Njarðvík
Skímir
10 stuttar sögur, allar skrifaðar þetta sama ár nema ein, sag-
an Dalurinn, er áður var getið. Sæluvika hlaut ærið misjafna
dóma, og fannst mörgum fátt um slíkt safn smásagna eftir
höfund, er svo skömmu áður hafði unnið frægan sigur og ver-
ið hafinn til skýjanna sem smásagnahöfundur. Slíkar mót-
tökur eru skiljanlegar, þegar sú staðreynd er höfð í huga,
að Blástör er án efa bezta saga bókarinnar, og það var ein-
mitt hún, sem flestir þekktu. Fyrir augum þeirra hafði Ind-
riði ekki vaxið spönn sem smásagnahöfundur við útkomu
þessarar bókar. Og það hafði hann ekki heldur gert. Eftir-
tektarvert er, að Blástör er þriðja elzta sagan í þessu safni,
eldri eru aðeins Dalurinn og Vígsluhátfóin, hvort tveggja
miklu lakari sögur, þótt ef til vill sé ekki alveg út í hött að
segja, að Vígsluhátíðin bendi fram á við. En það er einkenni
á Sæluviku, hve sundurlaust þetta safn er sem heild. Að
lestri loknum er ógerningur að benda á neinn samnefnara
og ákaflega erfitt að koma auga á nokkurt innra samhengi.
Skýringin er væntanlega sú, að Sæluvika birtir lesandanum
upphaf höfundarferils, rithöfund í fæðingu, ef svo mætti
segja. Þótt hver einstök saga sé að vísu heilsteypt, að svo
miklu leyti sem efni hennar takmarkast af sjálfu sér, þá
virðist verkefnavalið að miklu leyti tilviljunum háð, hug-
myndir eru athyglisverðar, þótt ekki séu allar ýkjafrumleg-
ar, en úrvinnslu er víða ábótavant. Sögurnar verða þannig
margar „hráar“, varla annað en tilraun til sögugerðar. Innan
um leynast hins vegar fullmótaðar sögur eins og Blástör,
Salt í kvikunni, Kona skósmiðsins og Rusl, en hinar tvær
síðastnefndu eru einnig yngstu sögurnar í þessu safni.
Þannig má í Sæluviku greina byrjunarerfiðleika ungs höf-
undar, sem hvorki ræður við sjálfan sig né yrkisefni sín.
Engu að síður leynir sér ekki, að höfundur Sæluviku hafði
margt til brunns að bera, hann hafði þá þegar næmt auga
fyrir atvikum og umhverfi, hann var óragur við nýjar leið-
ir, kunni góð skil á því, sem hann tók til meðferðar. En
hann var óhaminn, óþroskaður, hafði brigðult málfæri og
takmarkað vald á stíl, ögun vantaði og vandvirkni í vinnu-
brögðum. Auðséð er, að Indriði er á þessu skeiði enn þá að