Skírnir - 01.01.1966, Side 41
Skírnir
Indriði G. Þorsteinsson
39
þreifa fyrir sér, það leitar margt á hann, en hann hefur ekki
enn fundið sína eigin leið. Það gerðist ekki fyrr en fjórum
árum síðar.
I marzmánuði 1955 kom út lítil skáldsaga, fyrsta skáld-
saga ungs höfundar og seldist upp á hálfum mánuði. Slíkt
er mjög sjaldgæft hér á landi, og hlaut því eitthvað sérstakt
að hera til. Sagan hét því einkennilega nafni 79 af stöSinni
og markaði að ýmsu leyti tímamót í ritun nútímaskáldsagna
á íslandi. Nú hafði Indriði fundið leiðina til lesenda og tek-
Jzt að sníða því búning, sem honum bjó í huga.
Indriði hefur haft orð á því, hve miklu skipti, hvemig
skáldsaga byrjar, að sá tónn, sem sleginn er við upphaf sög-
unnar, marki stefnu hennar til söguloka. 1 þessu sambandi
hefur hann vitnað til upphafs Vefarans mikla frá Kasmír:
„Aður flugu tveir svanir austuryfir.11 79 af stöðinni hefst
uieð svipuðum hætti: „Það var kvöld í maí og fyrr um dag-
■nn höfðu fjórar þrýstiloftsvélar flogið yfir Reykjavík.“ I
emni svipan hefur höfundur markað sögunni svið. Við fyrstu
sýn virðist upphafskaflinn laustengdur sögunni, en það er
mikill misskilningur. Bygging sögunnar er dirfskufull, þar
sem fyrsti og síðasti kaflinn eru skrifaðir í þriðju persónu,
en sagan að öðru leyti lögð í munn söguhetjunnar. Þessi að-
ferð er einkennilega áhrifamikil og minnir á leiksýningu.
Eins og tjaldið er dregið frá og áhorfandanum sýnd umgerð
verksins, áður en til átaka kemur, þannig leiðir ameríski lið-
þjálfinn lesandann til móts við söguhetjuna og örlög hennar.
Og það er ekki hvað sízt viðeigandi fyrir þá sök, að örlög
söguhetjunnar markast að verulegu leyti af bandarískum her-
rnanni. I sögulok er aðalpersónan horfin af sjónarsviðinu, en
lífið heldur áfram, þótt einstaklingur hverfi, þjóðin stefnir
hl fundar við framtíð sína þrátt fyrir harmleik hins ein-
mana manns.
Með 79 af stöðinni haslar Indriði G. Þorsteinsson sér völl
sem fullþroskaður rithöfundur, sendir frá sér skáldsögu, sem
er svo fullkomin að efni og formi, að undrum sætir, þegar
þess er gætt, að þetta er fyrsta skáldsaga hans. Tilraunirnar og