Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 42
40
Njörður P. Njarðvík
Skímir
hin fálmkennda leit, sem einkenndu smásögur hans í Sælu-
viku, hafa nú þokað til fulls fyrir fágætri hnitmiðun í frá-
sögn, miskunnarlausum aga í vinnubrögðum og efni, sem er
hvort tveggja í senn: harmsaga einstaklings og svipmynd
þjóðar í vanda. Sagan fjallar, eins og flestir vita, um ungan
sveitamann, sem hefur sagt skilið við uppruna sinn, ekur
leigubíl í Reykjavik og er að hasla sér völl í nýrri tilveru.
Söguhetjan, Ragnar Sigurðsson, er að þessu leyti ekki ósvip-
uð Indriða sjálfum, en tákn hans er þó miklu stærra. Hann
er einnig tákn þjóðar, sem hefur snögglega skipt um hlut-
verk, sagt skilið við aldalangan smábúskap og ætlar að sam-
lagast borgarlífi fyrirvaralaust og fyrirhafnarlaust. Ragnar
er opinn og leitandi, en að sumu leyti óvarinn, þar sem hann
er klofinn; tilheyrir raunar tveimur tilverustigum. Hið ytra
er hann leigubílstjóri og borgarbúi, en í hjarta sinu og hugs-
un er hann sveitamaður og Skagfirðingur, sem hefur verið
alinn upp við einföld og einlæg samskipti manna á milli og
fábreytilega lifnaðarhætti smábænda. Þess vegna er hann
hrekklaus og illa undir það búinn að mæta tálvonum hins
harða lífs í nábýli við erlendan her með framandi áhrifa-
mætti.
Ástmær hans, Guðríður Faxen, er aftur á móti barn hins
íslenzka nútíma, að sumu leyti beggja handa járn, virðist til
í allt og ekki sakna neins. I raun og sannleika er hún ógæfu-
söm, gift kona, sem á mann sinn á geðveikrahæli í Dan-
mörku. Einmanakennd sinni reynir hún að eyða með laus-
læti og drykkjuskap. Hún er með öðrum orðum andstæða
Ragnars, sá hluti þjóðarinnar, sem kominn er úr sjónmáli
sveitamannsins. En þrátt fyrir hinn ólíka uppruna kemst
Guðríður að því um síðir, að hún ann þessum sveitamanni.
En þá er það orðið um seinan. Þegar Ragnar sér, að ástmær
hans hefur hrugðizt honum, verður honum fyrst fyrir að
leita heim, hverfa til uppruna síns til þess að finna sjálfan
sig og leita jafnvægis. En einnig það er of seint. Sá, sem
hefur slitið sig upp með rótum, á ekki afturkvæmt. Ragnar
kemst aldrei heim. Hann missir vald á híl sínum á vegar-
kafla, sem nýlega hefur verið borið ofan í. Og í dauðanum