Skírnir - 01.01.1966, Side 44
42
Njörður P. Njarðvík
Skímir
höfundar, sem er með sérstökum ágætum, enda segir Bjarni
Benediktsson í áðurgreindum ritdómi, að höfundur vinni
„dýrmæti úr hverri persónu sinni“. Indriði sýnir okkur
aldrei hugskot persóna sinna nema með athöfnum þeirra og
orðum, en samt skynjar lesandinn sálarástand þeirra á næst-
um því áþreifanlegan hátt.
List Indriða rís hæst í þeim kafla sögunnar, sem manna
á milli hefur gengið undir nafninu Norðurferðin. Þar lýsir
höfundur af einstakri nærfærni ferð Bagnars „í nóttinni vfir
landið.“ Lesandinn lifir þessa ferð með Ragnari, finnur til-
finningar hans til landsins og bílsins, skynjar harm hans og
vanlíðan, unz allt yfir lýkur. Lýsing höfundar á samruna
manns, bíls og lands á flótta heim til draumalands, sem
raunverulega er aðeins til í hugarheimi sögupersónunnar, er
frábærlega vel gerð. En jafnvel þetta hefur orðið sumum
þyrnir í augum. Endirinn átti að vera bókmenntaleg heppni,
og snjóhesturinn í Mælifellshnjúk fenginn úr Fönnum Kili-
manjaro, jafnvel þótt Norðlendingar viti mætavel, að snjó-
skafl í fjallinu líkist hrossi, þegar snjóa tekur að leysa á
vorin, og hafi það til marks, að leiðin suður Kjöl sé fær,
þegar hesturinn fer í sundur um bógana. Um sögulokin hef-
ur höfundur sagt í viðtali: „Það hafa sumir haldið, að endir-
inn á 79 af stöðinni væri einhvers konar tilviljun eða hók-
menntaleg slembilukka, en það er ekki rétt. Mér er fyllilega
ljóst, hvað ég hef verið að skrifa . . . það hefur aldrei verið
nein forsenda fyrir því, að menn sneru aftur til þess tíma,
sem var.“
79 af stöðinni er harmsaga ungs manns — og þjóðar —
sem gengur óviðbúinn á vald ókunnrar veraldar.
Tveimur árum síðar (1957) sendi Indriði frá sér þriðju
bók sína, smásagnasafnið Þeir sem guSirnir elska. Smásagna-
safn er kannski ekki réttnefni samkvæmt óskum höfundar,
því að undirtitill bókarinnar er stuttar sögur. Nú má vitan-
lega spyrja, hver munur sé á smásögu og stuttri sögu, og
verður þá sennilega fátt um svör. En gera má ráð fyrir, að
höfundurinn hafi valið þennan undirtitil af þeim sökum, að