Skírnir - 01.01.1966, Page 45
Skírnir
Indriði G. Þorsteinsson
43
í þessu safni eru ekki sagðar smásögur í þeirri merkingu,
að mynd þeirra og atburðir leiði til lausnar á því fyrirbæri,
sem til umræðu er hverju sinni. Þvert á móti er í þessu
safni brugðið upp snöggum myndum, oft án raunverulegra
atvika, og er þá myndin sjálf ásamt þeim lýsingum einstakra
fyrirbæra, sem rúmast innan ramma hennar, takmark í sjálfu
sér. Sjást hér enn sterk tengsl Indriða við bandarískar bók-
menntir, þar sem amerískir rithöfundar hafa öðrum fremur
gengið á undan, hvað snertir mótun þessarar tegundar smá-
sagna.
En lítum nánar á einstakar sögur. Þær eru enn 10 talsins
eins og í Sæluviku, en hafa orðið til á lengri tíma og mynda
ákveðnari heild, bera miklu skýrari einkenni eins og sama
höfundar. Sex sagnanna eru skrifaðar á þeim tveim árum,
sem liðin voru frá útkomu 79 af stöðinni, en fjórar á ár-
unum 1951—53. Er það hið eina, sem vitað er, að höfundur
hafi skrifað frá útkomu Sæluviku og þangað til hann fór að
glíma við 79 af stöðinni, sem varð til á skömmum tíma.
Stíll þessara sagna sver sig mjög í ætt við 79 af stöðinni,
nema hvað hann er kannski enn þá snubbóttari í smásög-
unum og gefur sumum þeirra óþægilegt hráabragð. Það er
þó líklega framar öllu verkefnavalið, sem vekur eftirtekt við
lestur bókarinnar. Nokkur hluti sagnanna ber með sér, að
miklar breytingar hafa orðið á högum Indriða, hann er orð-
inn heimsvanur blaðamaður, sem víða hefur farið og margt
séð. Það er eftirtektarvert, að þessar sögur, einkum þær þrjár,
sem gerast erlendis, auka ekki við hróður Indriða sem smá-
sagnahöfundar, þvert á móti eru sumar þeirra innantómar
og máttlausar. Blaðamennskan virðist því ekki hafa orðið
skáldskap Indriða G. Þorsteinssonar til góðs. Mér er ekki
ljóst, hvað knúið hefur Indriða til að skrifa þessar sögur,
nema ef vera skyldi löngun til að hrista af sér ímyndaða
sveitamennsku, en það var hann raunar búinn að gera í 79
af stöðinni. Hinar sögumar, sem tengdar eru uppruna Ind-
riða og persónulegri reynslu, bera allt annan og raunvem-
legri svip. Sumar þeirra, og þó fyrst og fremst sagan A8 end-
uðum löngum degi, eru með því bezta, sem Indriði hefur