Skírnir - 01.01.1966, Page 46
44 Njörður P. Njarðvík Skimir
skrifað. Einnig mætti nefna: / fásinninu, Eftir stríd og /
björtu veÖri.
Þeir sem guðirnir elska hlaut dræmar viðtökur, og virtist
gagnrýnendum sem höfundur hefði ekki uppfyllt þær vonir,
sem við hann voru bundnar eftir útkomu 79 af stöðinni.
Menn fóru að kasta því á milli sín, að Indriði væri líklega
„einnar-hókar-maður“, hefði slysazt til að koma saman þokka-
legri sögu, sem tekin væri heint úr lífi hans sjálfs. Þetta
væri heppni og tækist aldrei aftur. Engum dylst, að Þeir
sem guðirnir elska stendur 79 af stöðinni langt að baki.
Samanburður við Sæluviku sýnir hins vegar ótvírætt, að
handbragð Indriða í smásagnagerð er orðið miklu kunnáttu-
samlegra.
Ekki verður sagt, að Indriði hafi gert mikið til að kveða
niður orðróminn um „einnar-bókar-manninn“, því að nú tók
við sex ára þögn. Þessi þögn varð mönnum ekki síður um-
ræðuefni en bækur Indriða, en haustið 1963 kom í ljós, að
þetta hafði verið góð þögn. Allan þennan tíma er Indriði að
glíma við nýja skáldsögu. 79 af stöðinni varð honum ekki
einasta happadrjúg til orðstírs, heldur varð hún einnig til
þess að veita honum nýja sýn inn í sinn eigin skáldskap og
hefur knúið hann til að leita dýpri orsaka, upprunalegri
myndar, skynja sjálfan sig og þar með kynslóð sína sem
næst uppruna sínum. En hér koma einnig til sögunnar per-
sónuleg vandamál. Indriða hefur verið mjög í mun að standa
sig. Hann hefur þrátt fyrir allt tekið nærri sér allt þetta tal
um „heppni“ og „tilviljun“. Þessi meðvitaða keppni við sjálf-
an sig hefur ef til vill gert Indriða glímuna við hina nýju
skáldsögu erfiðari en ella, enda er sköpunarsaga Lands og
sona allt önnur en 79 af stöðinni. Hin síðarnefnda var sam-
in í striklotu á örskömmum tíma, en Land og synir varð til
í smábrotum. Ég hef blaðað í handritum sögunnar, og þótt
þess sé ekki kostur i slíkri yfirlitsgrein, sem hér birtist, að
gera samanburð einstakra gerða, er óhætt að fullyrða, að
samning þessarar bókar er fyrst og fremst yfirveguð og þraut-
hugsuð vinna kunnáttumikils rithöfundar, en ekki guðlegur
innblástur. Land og synir er ekki „bókmenntaleg slembi-