Skírnir - 01.01.1966, Síða 48
46
Njörður P. Njarðvík
Skírnir
þeim sérstakan gaum. Þó eru þær athyglisverðastar fyrir þá
sök, hve vel þær gegna hlutverki sínu: að birta okkur fólkið
sem hluta af náttúrunni.
Ekki verður skilizt svo við stíl Lands og sona, að hvergi
sé vikið að samtölum sögufólksins. Ekkert atriði þessarar bók-
ar hefur skilið meir á milli skoðana þeirra, er um hana hafa
fjallað. Þannig segir Andrés Kristjánsson í ritdómi í Tim-
anum (22.12.1963): „Blær þeirra og snið en ekki orðin túlka
tilfinningar, gleði, sorg, sársauka og ást, viðhorf og mann-
gerð. 1 þessu efni tel ég að Indriði nái lengra í samtölum
persóna sinna en flestir íslenzkir höfundar aðrir. f þessu
ljósi finnst mér samtölin birtast sem sterkasti þáttur sög-
unnar . .Ölafur Jónsson segir hins vegar í Alþýðublaðinu
(8.12.1963), að þau auki engu við lýsingu sögufólksins og
gagnrýnir höfundinn fyrir að geta ekki lagt persónum sínum
í munn eðlilegt málfar. En þegar gagnrýnendurnir deila, þá
er listamaðurinn sjálfum sér samkvæmur, sagði Oscar Wilde.
Ætli sannleikurinn sé ekki einhvers staðar mitt á milli, eins
og svo oft áður? Það er rétt hjá Andrési, að blær samtalanna
túlkar hugarástand persónanna að minnsta kosti ekki síður
en orðin sjálf. En það er líka rétt hjá Ólafi, að samtölin
verða stundum helzti snubbótt og véfréttarleg fyrir venju-
legt mælt mál úr munni íslenzks alþýðufólks.
Hvað kemur Indriða G. Þorsteinssyni til að rita Land og
syni? Andrés Kristjánsson segir í áðurgreindum ritdómi, að
eitthvað hafi vantað í fari Ragnars Sigurðssonar, til þess að
lesandinn öðlist fullkominn skilning á örlögum hans. Hér
mun átt við upprunann. Hvaðan kom þessi náungi, sem heið
ósigur í nýrri tilveru? Og hvers vegna beið hann ósigur?
Höfundur getur sagt með fullum rétti, að slíkt komi sögu
hans í 79 af stöðinni ekki við. Þó virðist sem honum hafi
fundizt eitthvað vanta. Ekki beinlínis í söguna sjálfa, held-
ur fremur í það fyrirbæri, sem Ragnar Sigurðsson var hluti af.
Því að þrátt fyrir allt fjallar 79 af stöðinni öðrum þræði
um flóttann úr sveitunum, þótt atburðir hennar gerist víðs
fjarri og mönnum hafi varla orðið þetta ljóst til fulls, fyrr
en þeir lásu Land og syni. Um þetta segir Indriði sjálfur i