Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 49
Skírnir
Indriði G. Þorsteinsson
47
viðtali: „Við getum dregið hreinar línur milli tveggja tíma-
bila með árinu 1939. Eftir stríðið og hernámið hafa verið
allt aðrir tímar og önnur sjónarmið í gildi en á þeim árum,
sem mörkuðust af kreppunni og fólki hennar. 79 af stöðinni
fjallar um seinna tímabilið, en í báðum bókunum, henni og
Landi og sonum, er ég að skrifa um minn tíma og samtíð
okkar, þó að ég hafi byrjað á seinna tímabilinu og bækurnar
séu því ekki skrifaðar í „krónólógískri“ röð. Hins vegar verða
þær ekki slitnar sundur frekar en þróunin sjálf, þó að þær
fjalli ekki nákvæmlega um sama fólk og sama tíma. 1 henni
[o: Landi og sonum] er fjallað um manninn, sem fer brott,
og af hverju hann fer. Hún er um aðfarann að hrottför manna
að heiman sem síðan eiga ekki afturkvæmt, -— manna eins
°g Ragnars í 79 af stöðinni.“
Af þessu verður séð, að Land og synir er í fyllsta máta
þjóðfélagsleg skáldsaga, engu síður en 79 af stöðinni, og ein-
mitt á sama hátt. Það er í rauninni hvergi vikið að þjóðfélagi,
en einstaklingarnir í sögunni stækka í meðförum höfundar
og verða þjóðfélag. Hér er enn verið að glíma við þjóðfélags-
byltinguna miklu, sem vikið hefur verið að hér að framan.
Land og synir er að þessu leyti efnislega þýðingarmikil skáld-
saga, því að hún hefur skilyrði til að hjálpa þjóðinni að skilja
sÖknuð sinn og óþreyju, styrk sinn og vanmátt.
Á sama hátt og 79 af stöðinni er Land og synir einföld
og hvað atburðarás snertir næsta hversdagsleg saga, sem lýs-
ir lífi örfárra einstaklinga á fáeinum haustdögum En hinir
fáu einstaklingar sögunnar eru jafnframt lykill að launhirzl-
um heillar þjóðar, og þeir fáu atburðir, sem lýst er, veita
sýn inn í sögu heils tímabils. Ég hef persónulega alltaf ver-
ið þeirrar skoðunar, að æskilegasta form skáldsögunnar væri
einmitt þannig, að lýsa einhverju atviki, sem kemur fyrir
fáeinar persónur og stendur ekki nema í nokkra daga, en
hefur jafnframt nógu mikið gildi til að varpa ljósi á stærri
heild, sem aldrei kemur fram.
Ef það er rétt, að eitthvað hafi skort í fari Ragnars Sig-
urðssonar til skýringar á uppruna hans, má þá ekki einnig
segja hið sama um Einar Ólafsson? Frá upphafi er hann