Skírnir - 01.01.1966, Síða 50
48
Njörður P. Njarðvík
Skírnir
maður á förum og stefnir ósjálfrátt að því einu. Hvers vegna?
Vera mætti, að Indriði ætti eftir að skrifa þriðju skáldsögu
sína um það tímabil, er rætur þjóðfélagsins taka að losna,
en auðvitað er á einskis manns færi að fjalla um óskrifaðar
skáldsögur, enda verður það ekki gert hér. En það er ein-
kennilegt, hversu algerlega Einar hefur sagt skilið við sveita-
lífið þegar í upphafi sögunnar. Hann þykist meira að segja
ekki hera neinar tilfinningar til náttúrunnar, þótt það komi
skýrt í ljós í sögunni, að hann hefur einmitt mjög næmt
auga fyrir umhverfi sínu. Þegar faðir hans dásamar heiðina,
segir Einar, að hún sé „ekki annað en andskotans uppblástur
og hraun.“ Það er eins og Einar vanti átök í sálina. Það er
í rauninni ekki fyrr en hann drepur hest sinn, að hann birt-
ist lesandanum til fulls. Þá finnst manni eins og hann gangi
út úr þoku, sem hefur hulið hann að nokkru framan af bók-
inni. En það getur líka verið, að þetta stafi af sögugerðinni.
Það má segja um Land og syni eins og um 79 af stöðinni,
að hún verði ekki að sögu fyrr en á síðustu blaðsíðunum.
Þetta er mjög áhrifamikið, sýnir söguna alla í nýju ljósi og
dýpkar mynd hennar. Segja má, að allt viðhorf Einars til
búskapar sé beiskju blandið, og napur er tónn hans, þegar
hann segir við kaupfélagsstjórann: „Mér hefur stundum fund-
izt að vantaði annan handlegginn á kaupfélögin; þann sem
gerði sveitimar stórar.“ Andrés Kristjánsson vill gefa þá
skýringu á hinni ótvíræðu andstöðu Einars við búskapinn,
að hann heyri „nið hraðfleygari og hásigldari heims. Það er
heimur hans tíma.“
Hinar fjórar karlpersónur sögunnar eru andstæður. Tómas
Pétursson er andstæða Einars, þar mætast rósemin, æðm-
leysið og búhyggjan annars vegar, en rótleysið, hreyfingar-
þörfin og nýhyggjan hins vegar. Þannig á Ölafur Einarsson,
faðir söguhetjunnar, andstöðu sína í örlygi skáldi frá Máná.
Ég verð að játa, að mér hefur alltaf fundizt örlygur hálf-
partinn utangama í sögunni og birting hans á sögusviðinu
reyfarakennd. En segja má, að hann sé hliðstæða Einars af
eldri kynslóð. Hann er maðurinn, sem fór burt. Nú er hann
i