Skírnir - 01.01.1966, Side 51
Skirnir
Indriði G. Þorsteinsson
49
kominn aftur til að fylgja þerm í dauðann, er eftir stóð, en
sjálfur er hann orðinn útlendingur í átthögum sínum. En
eftirminnilegasta persóna sögunnar er að minni hyggju Mar-
grét Tómasdóttir, stúlkan sem elskar rótleysið, en virðir fót-
festuna, stúlkan, sem bak við heybólsturinn hvíslar í eyra
elskhuga sins: „Spilltu mér.“
Þegar faðir Einars deyr, rofna síðustu tengsl sonarins við
atthagana. Hann ríður um héraðið til að kveðja, og það er
engu líkara en hann sé að festa mynd landsins í huga sér.
Atakanleg er lýsingin á drápi hestsins, og meistaralega er
mikilúðleiki umhverfisins tengdur tilfinningum mannsins.
Nú er ekkert lengur, sem heldur í Einar. Stúlkan ætlar að
fylgja honum á vit nýrrar veraldar. Þau hafa mælt sér mót,
þar sem áætlunarbíllinn leggur af stað, en þegar til á að
taka, kemur stúlkan ekki. Hún verður eftir, leysist upp í
sögunni, en stendur lesandanum þó aldrei eins ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum og einmitt þá, þegar hún birtist ekki;
þegar mynd hennar er handan hvítrar snjóbreiðunnar og
sameinast mynd landsins.
Kunnur maður hefur sagt, að það væri svo sem ekkert
merkilegt við þennan endi, því að stúlkan myndi ná rút-
unni á Blönduósi. Málið er þó líklega ekki alveg svona ein-
falt, og þegar betur er að gáð, kemur í ljós, að Einar hefur
innst inni aldrei getað vænzt þess, að stúlkan kæmi. Hann
segir sjálfur, hvað hún eigi að segja foreldrum sínum: „Segðu
þeim að þú sért engin og túnin og eylendið og þegar ég horfi
á þig hafi ég það allt fyrir augunum, og fegurð þess og fjöll-
in þegar þau eru blá og þú sért þetta hérað og þú munir
fylgja mér og vera hjá mér þegar ég dey.“ Það getur eng-
mn gert hvort tveggja í senn að hverfa burt úr héraði og
taka það með sér. En einkennilegt er til þess að vita, að
Ragnar Sigurðsson skuli síðar sjá þann kost einan að flýja
árangurslaust á náðir þess héraðs, sem Einar Ólafsson átti
einskis annars úrkosti en flýja burt frá.
1 febrúar 1965 kom út fimmta bók Indriða G. Þorsteins-
sonar, smásagnasafnið Mannþing. Þessar 11 sögur hafa orðið
til á löngum tíma, ritun hinnar fyrstu er hafin 1955, en
4