Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 52
50
Njörður P. Njarðvík
Skírnir
þeirri síðustu er lokið 1963. Enn bera þær sama einkenni,
eða kannski réttara sagt einkennisleysi, því að þær eiga sér
ekki neinn eiginlegan samnefnara, heldur fjalla um marg-
vísleg efni. Samt eru þær ívið samstæðari en fyrri söfn.
Horfinn er tvískinnungurinn, sem var svo mjög áberandi í
Þeir sem guðirnir elska, og að sjálfsögðu er með öllu horf-
inn viðvaningsblærinn, sem setti um of svip sinn á Sæluviku.
Hér er líka sú breyting á orðin, að þær sögur, sem gerast
utan sveitalífsins, eru hinum ekki lakari, þó að bezta saga
bókarinnar sé að vísu endurminningarsaga úr sveit. Ég á við
fyrstu sögu bókarinnar, Dagsönn viS ána, sem lýsir ungum
dreng á rúningsdegi. Þetta er mjög hóglát og yfirlætislaus
saga, en hefur á sér blæ ljúfrar minningar, og lesandinn
skynjar hana úr fjarska, en þó nálægð. Af öðrum eftirminni-
legum sögum þessarar bókar má nefna Kona á nœsta bæ,
LífiS er aldrei eitt á ferS og Brúnu meyjarnar frá Bellevue.
Undirtitillinn er að þessu sinni sögur, hvorki stuttar sögur né
smásögur. Þó er uppbygging þeirra meir í ætt við Þeir sem
guðimir elska en Sæluviku. Það er með öðmm orðum frem-
ur mynd en atburðir, sem bera sögurnar uppi.
Á þvi leikur ekki vafi, að Indriði er miklu meiri skáld-
sagnahöfundur en smásagna, þótt beztu smásögur hans muni
sóma sér ágætlega í hvaða safni íslenzkra smásagna, sem er.
Hins vegar er hitt einnig víst, að smásögurnar skipa þýð-
ingarmikinn sess á höfundarferli hans. Hann hefur lært
mikið af að glíma við hið knappa form smásögunnar, enda
bera skáldsögur hans þess mjög vitni. Má raunar segja, að
stranglega tekið séu þær fyrst og fremst langar smásögur.
Hér hefur aðeins verið stiklað á örfáum atriðum á rithöf-
undarferli Indriða G. Þorsteinssonar. Fimm bókum verða
vitaskuld ekki gerð nein heildarskil í svo stuttu máli. Indriði
hefur átt langa og stundum torsótta leið til þroska sem rit-
höfundur. Þennan þroska má skynja stig af stigi við lestur
bóka hans. Það, sem fyrst og fremst gefur verkum hans gildi,
er, hversu brýnt erindi þau eiga við samtiðina. Indriði hef-
ur haslað sér völl, þar sem hann þekkti bezt til, hann hefur
leitazt við að brjóta til mergjar tvískinnunginn í þjóðfélagi