Skírnir - 01.01.1966, Page 54
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON:
ÞINGVALLAFUNDUR 1885
OG BENEDISKAN.
Alþingi 1873 samþykkti mjög róttækt frumvarp til stjórn-
arskrár íslands, sem öllum var ljóst, að ekki mundi fram-
gang fá. 1 því frumvarpi var farið fram á það, að samband
Islands við Danmörku yrði þannig lagað, að komið skyldi
undir samkomulagi hver mál, önnur en konungur og kon-
ungserfðir, ættu að vera sameiginleg mál landanna. Yfir
fsland skyldi konungur skipa jarl, sem hér á landi væri að
miklu leyti í konungs stað, en jarlinn skyldi hafa sér við
hlið ráðuneyti með ábyrgð fyrir Alþingi.
En þingið samþykkti einnig varatillögu, sem gekk miklu
skemmra. Hún var málamiðlun milli þeirra, er staðið höfðu
andvígir í sjálfstæðismáli voru og opnaði leið til úrlausnar,
sem skilaði því nokkuð áfram, þó að kröfum íslendinga yrði
ekki með öllu fullnægt. Árangur þessarar málamiðlunar var
stjórnarskráin, sem konungur gaf fslandi „af frjálsu fullveldi
sínu“ 5. janúar 1874 og tók gildi l.ágúst sama árs.
Þó að varatillaga Alþingis gengi skemmra en frumvarp
þess, vantaði mikið á, að henni væri fullnægt með stjórnar-
skránni. í varatillögu Alþingis var fram á það farið, að skip-
aður yrði sérstakur ráðgjafi fyrir fslandsmál með ábyrgð
fyrir Alþingi. En embætti fslandsráðgjafa, sem að nafni til
var stofnað með stjórnarskránni, varð í framkvæmd auka-
starf dómsmálaráðgjafa Dana. Á slíkum ráðgjafa hafði Al-
þingi engin tök. Æðstur embættismaður hér innan lands var
landshöfðingi, og átti hann sæti á Alþingi sem fulltrúi ráð-
gjafans, honum háður en ekki þinginu.
íslendingum mun hafa verið það ljóst fyrir fram, að ósk-
um þeirra yrði ekki gaumur gefinn nema að nokkuru leyti.