Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 55
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og bencdiskan
53
Stjórnin hafði stöðugt haldið þvi fram, að emhætti íslands-
ráðgjafa hlyti að verða falið einhverjum hinna dönsku ráð-
gjafa. Alþingi 1873 gat því ekki við öðru búizt en væntan-
legri stjórnarskrá mundi verða þannig beitt. Sennilegt er, að
alþingismenn hafi sérstaklega haft þetta atriði í huga, þegar
saminn var síðasti liður í varatillögu þingsins, en þar var
þess beiðzt af konungi, að endurskoðuð sjtómarskrá, byggð
á óskertum landsréttindum Islendinga, yrði lögð fyrir fjórða
þingið, sem haldið yrði eftir að stjómarskráin öðlaðist gildi.
I júnímánuði 1875 urðu ráðuneytisskipti í Danmörku. 1
ráðuneyti því, sem vék úr völdum, var dómsmálaráðgjafi og
íslandsráðgjafi Klein, sem kom hingað með konungi 1874
°g fyrstur var skipaður Islandsráðgjafi samkvæmt stjórnar-
skránni, en við ráðgjafaembættum þeim, sem nú voru nefnd,
tók Nellemann, sem hafði þau með höndum til 1896 eða
rúmlega tvo þriðjunga þess tíma, sem stjórnarskráin frá 1874
gilti óbreytt. Auðvitað var ekki á neinn hátt leitað tillagna
Islendinga um þessi ráðgjafaskipti. Nú var reynsla fengin um
það, að ráðgjafi Islandsmála átti einungis að standa og falla
með hinum dönsku ráðuneytum, sem hann sat í, án þess að
eiga neitt undir trausti eða vantrausti Islendinga.
I ávarpi neðri deildar Alþingis 1875 til konungs er skýrt
°g ákveðið lýst þeirri nauðsyn, að ráðgjafi Islands yrði óháð-
Þr ráðuneytisskiptum í Danmörku, og sama skoðun kemur
fram í ávarpi efri deildar, þó að það sé mýkra orðað. Þetta
töldu menn snerta beitingu stjórnarskrárinnar, en hvorug
þingdeildin óskaði stjórnarskrárbreytinga að sinni, þó að sú
von væri í ljós látin, um leið og konungi var þökkuð stjórn-
arskráin, að hann mundi, eftir samkomulagi við Alþingi, ráða
bót á þeim ákvörðunum hennar, sem kynnu að reynast mið-
ur hentugar.
Að öðru leyti voru athugasemdir þær, sem alþingismenn
töldu nauðsynlegt að gera um stjórnarfarið, bornar fram í
fyrirspurnaformi.
Halldór Kr. Friðriksson flutti, vafalaust að undirlagi Jóns
Sigurðssonar, fyrirspurn til landshöfðingja um það, hvort
hann væri þeirrar skoðunar, að ráðgjafaskipti í Danmörku