Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 56
54
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
ættu að hafa áhrif á, hver væri stjórnarherra fslands. Halldór
sagði, að stjórnarskráin lofaði oss sérstökum ráðgjafa. Ekki
væri nauðsynlegt, að hann hefði annað ráðgjafaembætti á
hendi, en mjög áriðandi, að ráðherra fslands gæti haldið stöðu
sinni án tillits til þess, hvort hann gæti verið ráðherra fyrir
einhverjum dönskum málum eða ekki. Öskaði ekki ráðgjafa-
skipta að sinni, en kvaðst vona, að allir væru samdóma um,
að áríðandi væri að fá vissu fyrir, hvers vér mættum vænta
í þessu efni, „hvort vér eigum að halda ráðgjafa vorum fram-
vegis eða missa hann, hve nær sem ríkisþinginu breytist hug-
ur, og það vill eigi hafa hann lengur í dönskum málum“.
Landshöfðingi kvaðst fyrir sitt leyti vera samdóma um, að
þetta væri ísjárvert, „einnig frá stöðu landshöfðingjans skoð-
að“ væri þessi tilhögun viðsjál, en hún væri eigi að síður al-
veg samkvæm stjómarfyrirkomulagi landsins. Þar sem Tsland
væri samkvæmt stöðulögunum 2. janúar 1871 óaðskiljanlegur
hluti Danaveldis, ætti ráðgjafinn fyrir fsland eftir hlutarins
eðli sæti í ríkisráðinu, og ráðuneytisskipti ættu þess vegna að
hafa áhrif einnig á það, hver væri ráðgjafi fyrir ísland. Eftir
stjórnarskránni væri það konungur, sem ákvæði í hverju ein-
stöku tilfelli, hvaða áhrif ráðgjafaskipti í Danmörku ættu að
hafa á það, hver væri stjórnarherra íslands, og því mætti
treysta, að konungurinn sæi svo fyrir í hvert skipti, að ís-
lands málefni yrðu falin þeim ráðgjafa á hendur, sem land-
inu gæti verið vel borgið með.
Grhnur Thomsen fylgdi Halldóri Friðrikssyni og andmælti
landshöfðingja eindregið. Taldi Grímur, að ráðgjafi íslands
væri löglega og fullkomlega óháður þeim breytingum, sem
ráðgjafaskipti í Danmörku hefðu í för með sér, og ætti að
sitja kyrr sem ráðherra íslands, þó að hann yrði að leggja
niður störf, sem hann hefði á hendi Danmörku einni við-
komandi, enda væri ekkert í stjórnarskránni, sem benti á hið
gagnstæða.
Fleiri tóku ekki til máls. Benedikt Sveinsson var ekki á
fundi, en hann flutti síðar á sama þingi fyrirspurn til lands-
höfðingja um, hvort það væri samkvæmt stjórnarskrá íslands,
að ráðgjafi þess sem slíkur sæti í ríkisráði Dana.