Skírnir - 01.01.1966, Side 57
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
55
Benedikt sagði, að mál þctta snerist aðeins um réttan skiln-
ing á stjórnarskránni. Samkvæmt henni væri stjórn Islands
óháð, en af því leiddi, að sérmál Islands hæri eigi undir rikis-
ráð Dana. Ekkert yrði ályktað af því ákvæði stöðulaganna,
að ísland væri óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. Það væri sitt
hvað „hluti Danaveldis“ og „hluti Danmerkurríkis“, en ríkis-
ráðið væri stofnun, sem „eingöngu snerti verksvið grundvall-
arlaga Danmerkurrikis“. Konungur gæti falið dönskum ráð-
gjafa að vera einnig ráðgjafi fyrir fsland, en sérmál þess bæri
eigi að heldur undir ríkisráð Dana.
Grímur Thomsen tók alveg í streng með Benedikt Sveins-
syni. Grímur kvað ljóst vera, að ráðgjafi íslands ætti alls ekki
að fást við hin almennu mál ríkisins, heldur ættu hinir dönsku
ráðgjafar um þau að fjalla einnig, að því er fsland snerti.
Islandsráðgjafi væri aðeins til fyrir hin sérstöku mál íslands,
°g sýndist því sjálfsagt, að hann ætti ekki að hafa sæti í
ríkisráðinu.
Landshöfðingi vísaði til svars síns við fyrirspurn Halldórs
Kr. Friðrikssonar, sem fyrr er getið, og sagði, að stjórnarskrá
fslands væri byggð á stöðulögunum. Þau ákvæðu stöðu ís-
lands með orðunum „fsland er óaðskiljanlegur hluti Dana-
veldis með sérstökum landsréttindum“, en af því leiddi með
nauðsyn, að ráðgjafinn sæti í ríkisráðinu, og að hann sem
slíkur ætti þar sæti samkvæmt stjórnarskránni. í stöðulögun-
nm væri orðið Danaveldi alveg sömu merkingar og Danmarks
rige. Orðin Danmarks rige tekur landshöfðingi úr fyrirsögn
grundvallarlaga Dana.1)
Málinu lauk þannig, að þingdeildin (neðri deild) sneri til
áagskrár „í því trausti, að stjórnin, samkvæmt gildandi stjórn-
arlögum íslands, sjái svo fyrir, að ráðgjafi íslands í málum
beim, er varða það sérstaklega, ekki sitji í ríkisráði Dana“.
Letta, sem nú mundi vera nefnt rökstudd dagskrá, var sam-
_ x) Orð landshöfðingja um þessa lögskýringu geta ekki verið alls kostar
fétt bókuð í Alþingistíðindum (Alþt. 1875, II, 377), en meiningin hlýtur
að vera eins og hér segir. Sbr. Bjöm Þórðarson: Alþingi og frelsisbaráttan
1874—1944^ bls. 12. Þess skal getið, að í hinum danska texta stöðulaganna
samsvara orðin den danske stat orðinu Danaveldi í íslenzka textanum.