Skírnir - 01.01.1966, Síða 58
56
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
þykkt með 16 atkvæðum gegn 6. Þar sem ekki var haft nafna-
kall sést ekki, hverjir voru með og hverjir móti, en varla er
vafasamt, hvernig Benedikt Sveinsson hafi greitt atkvæði.
Nú hafði hann hreyft því máli, sem síðar varð mesta baráttu-
mál hans og hann lét ekki niður falla til æviloka.
Ætla má, að það hafi þótt tíðindum sæta, að Grímur Thom-
sen fylgdi nú þeim að málum, sem fóru fram á stjórnarfars-
breytingar. Grímur hafði á fyrri þingum verið í andstæð-
ingaflokki Jóns Sigurðssonar.
Málaleitanir þær um stjórnarfarsbreytingar, sem hreyft
var á Alþingi 1875, urðu með öllu árangurslausar.
Á Alþingi 1877 var stjórnarmálinu alls ekki hreyft. Alþingi
1879 var síðasta þing fyrsta kjörtímabils hins löggefandi Al-
þingis. Þá sendu báðar þingdeildir konungi ávörp, þar sem
i ljós er látið, að stjórnarfyrirkomulagið fullnægi eigi alls
kostar óskum þjóðarinnar, og tekur neðri deild sérstaklega
fram, að verksvið landshöfðingja sé of þröngt, og að hann
geti ekki fyllilega samið við þingið. Að öðru leyti var stjórn-
armálinu ekki hreyft á þingi 1879.
Á þingum fyrsta kjörtímabils undir stjórnarskrá var farið
fram á þær einar stjórnarfarsbreytingar, sem eftir skilningi
Islendinga hefðu mátt verða, án þess að sjálfri stjómarskránni
væri breytt, þó að stjórnin og fulltrúi hennar, landshöfðing-
inn, væru á annarri skoðun að mestu eða öllu leyti. En sam-
tímis var stjórnarskráin gagnrýnd í blaðagreinum og ritgerð-
um í Andvara. Skömmu eftir að hún varð kunn hér á landi,
hóf Jón Guðmundsson greinaflokk um hana í blaði sínu Þjóð-
ólfi. Af þeim greinaflokki kom aðeins byrjunin, sem er hörð
gagnrýni um það, hvernig stjórnarskráin var til orðin, en
hann féll með öllu niður, þegar Matthías Jochumsson tók við
Þjóðólfi í maímánuði 1874. Jón Sigurðsson reit hvassa gagn-
rýni á stjórnarskrána í Andvara sama árs, en viðurkenndi
þó, að hún væri, þrátt fyrir galla sina, mikilsvert skref í átt-
ina til sjálfsforræðis.
Sigurður Jónsson, síðar sýslumaður í Snæfellsnessýslu,
fóstursonur og systursonur Jóns Sigurðssonar, birti í Andvara
1877 ritgerð með fyrirsögninni „Um stjórnarlög Islands“,