Skírnir - 01.01.1966, Side 60
58
Björn K. Þórólfsson
Skimir
kemst að orði. Ráðgjafinn í Kaupmannahöfn gæti eftir sem
áður haft þau mál með höndum, sem á einhvern hátt snertu
samband landanna, þó að íslenzk löggjafarmál væru. Lands-
höfðinginn hér og ráðgjafinn í Kaupmannahöfn yrðu þá tveir
stjórnarherrar jafnir að völdum og virðingu og gætu háðir,
hvor á sínu sviði, undirskrifað lög með konungi, en lands-
höfðingi ætti að bera ábyrgð fyrir Alþingi. Einar vill enn
fremur, að í stjórnarskránni sé ákveðið, hvernig samband
vort við Danmörku skuli lagað. Alþingi sé háð á hverju ári og
allir þingmenn séu þjóðkjörnir. Fáist þessu framgengt, telur
Einar ekki fleiri stjórnarskrárbreytinga þörf að sinni. Þó að
stjórnarskráin þurfi lagfæringa við, telur hann enn brýnni
þörf framfara í samgöngum, atvinnuvegum og verzlun, og
umfram allt telur hann, að auka heri og efla menntun al-
þýðunnar, sem sé „hinn eiginlegi grundvöllur undir fram-
förum og velgengni þjóðfélagsins“.
Alþingi 1881 var fjórða löggjafarþing undir stjórnarskránni.
Ekki kom frá stjórninni frumvarp til endurskoðaðrar stjórn-
arskrár, sem Alþingi 1873 hafði beiðzt, að lagt yrði fyrir
fjórða löggjafarþingið. En nú gekk sá maður fram fyrir
skjöldu, sem síðan var um langt skeið forvígismaður í sjálf-
stæðismálum Islands, Benedikt sýslumaður Sveinsson, sem á
fyrsta löggjafarþinginu hafði borið fram fyrirspurn um ríkis-
ráðssetu fslandsráðgjafa eins og fyrr segir.
Benedikt hreyfði stjórnarskármálinu með þeim hætti, að
hann flutti í neðri deild Alþingis tillögu um, að deildin setti
nefnd til að íhuga hina gildandi stjórnarskrá og bera fram
tillögur um breytingar þær á henni, sem nauðsynlegar virt-
ust. f framsöguræðu sinni lagði hann megináherzlu á vara-
tillögu Alþingis 1873, sérstaklega síðasta lið hennar, og sagði:
„Þessi varauppástunga eða varasamþykktaratriði frá hálfu
þjóðarinnar á íslandi og stjórnarskráin 5. jan. 1874 frá hálfu
konungsins í Danmörku eru þannig hinn vissi og viðurkenndi
„constitutionelle“ grundvöllur, sem liggur fyrir“. Benedikt
tekur það rækilega fram, að síðasti liður varatillögu Alþingis
1873 hafi verið samþykktur bæði af þjóðkjörnum og konung-
kjörnum þingmönnum og segir síðan: „Nú vona ég, að hinir