Skírnir - 01.01.1966, Side 61
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
59
háttvirtu þingmenn sjái ljóst, hvað hvetur mig, hvað knýr
ttiig, hvað skyldar mig til að bera fram uppástungu um end-
urskoðun stjórnarskrárinnar 5. jan. 1874 á hinu fjórða lög-
gefandi Alþingi, úr því að stjórnin eigi hefur gjört það“.
Samkvæmt tillögu Benedikts var nefnd kosin, og var hann
formaður og framsögumaður. Nefndin samdi frumvarp til
endurskoðaðrar stjórnarskrár, þar sem farið var fram á ýms-
ar breytingar á stjórnarskránni frá 1874, en sú breyting var
mest, að landshöfðinginn skyldi gerður að ráðgjafa. Hann
atti að flytja mál fyrir konungi, undirskrifa með honum lög
og bera ábyrgð fyrir Alþingi. Tekin er upp í frumvarpið
þriðja grein stöðulaganna, sem ákvað, hver væru sérmál Is-
lands, þó þannig, að fellt er niður ákvæði hennar um það,
að engin breyting verði gjörð á stöðu hæstaréttar sem æðsta
dóms í íslenzkum málum, án þess að hið almenna löggjafar-
vald ríkisins taki þátt í því. Felld er niður úr fyrstu grein
stjórnarskrárinnar frá 1874 tilvitnun í stöðulögin. f ákvörð-
unum um stundarsakir, sem frumvarpinu fylgdu, er ákveðið,
að hæstiréttur í Danmörku sé æðsti dómstóll landsins, þang-
að til nýju skipulagi verði komið á dómstólana með lögum.
Þegar frumvarp nefndarinnar kom til umræðu í neðri
deild, var það gagnrýnt af Grími Thomsen og fleirum, sér-
staklega með þeim rökum, að það bryti í bága við stöðulögin.
Benedikt sagði í svarræðu, að breytingar nefndarinnar gætu
ekki komið í bága við stöðulögin nema um hæstarétt, en
taldi sjálfsagt, að ráðgjafinn legði fyrir ríkisþingið lagafrum-
varp um það atriði og sagði, að nefndinni dytti ekki annað
í hug, „en það kemur Alþingi að öðru leyti ekki við“, segir
Benedikt. Hann virðist hugsa sér flutning æðsta dómsvalds
inn í landið með þeim hætti, að sett verði íslenzk lög um
æðsta dómstól hér innan lands, en samtímis verði sett dönsk
lög um það, að hæstiréttur í Danmörku eigi ekki lengur að
dæma íslenzk mál.
Það er auðséð af ræðum gagnrýnenda frumvarpsins, að
þeir hafa talið sjálfsagt, að ráðgjafi íslands í Kaupmanna-
höfn mundi halda áfram að vera til, þó að frumvarp nefnd-
arinnar, sem ekki nefnir annan ráðgjafa en landshöfðingjann,