Skírnir - 01.01.1966, Page 62
60
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
yrSi að stjórnarskrá. Þetta er skilningur þeirra á stöðulögun-
um, þó að þar sé að vísu ekki beinlínis talað um ráðgjafa.
Benedikt Sveinsson andmælir ekki þessum lagaskilningi, en
viðurkennir hann ekki heldur.
Þau urðu lok stjórnarskrármálsins á Alþingi 1881, að þegar
frumvarp nefndarinnar átti að koma til annarrar umræðu i
neðri deild, var það tekið út af dagskrá, enda var þá síðasti
dagur fyrir þingslit.
Á Alþingi 1883 flutti Benedikt Sveinsson í neðri deild
frumvarp til endurskoðaðrar stjórnarskrár óbreytt eins og
stjórnarskrárnefnd sömu þingdeildar hafði gengið frá því
1881. 1 framsöguræðu sinni þakkar hann það undirtektum
neðri deildar 1881, að þeim „stjórnarlagalega fyrirvara“, sem
standi í varatillögu Alþingis 1873 um það, að endurskoðuð
stjórnarskrá verði lögð fyrir fjórða þingið, eftir að stjórnar-
skráin öðlast gildi, sé borgið, „svo að hann þann dag í dag
er í fullu stjórnarlagalegu gildi“, segir Benedikt. Því hafi
þingið nú opinn veg til að krefjast óskertra landsréttinda Is-
lendinga samkvæmt fyrirvaranum frá 1873.
Kosin var sjö manna nefnd í málið. Meirihluti hennar, sem
í voru fimm nefndarmenn og Benedikt Sveinsson var fram-
sögumaður fyrir, bar fram frumvarp hans með nokkurum
breytingum. Nú var sett í frumvarpið ákvæði um það, að
enginn milliliður skyldi vera milli landshöfðingja og konungs,
enda var í ræðum þingmanna ekki gert ráð fyrir öðrum ráð-
gjafa en landshöfðingjanum, ef þetta stjórnarskrárfrumvarp
yrði að lögum. Samkvæmt því skyldi vera í Kaupmannahöfn
erindreki eða fulltrúi landshöfðingja. Fyrirmæli um þetta
eru þannig orðuð í frumvarpinu, að fyrir málefni Islands
skuli skipaður sérstakur skrifari í skrifstofu (kabinet) kon-
ungs. Þessi embættismaður átti að afgreiða hjá konungi öll
hin sérstöku málefni landsins og merkja með nafni sínu alla
konungsúrskurði. Hér er í raun og veru að ræða um íslenzk-
an konungsritara, en ekki mun það venjulegt, að slikur emb-
ættismaður merki konungsúrskurði með nafni sinu. Um skip-
un dómsvalds var frumvarp nefndarinnar samhljóða stjórn-
arskrárfrumvarpinu 1881, en ákvörðun um stundarsakir var