Skírnir - 01.01.1966, Side 66
64
Björn K. Þórólfsson
Skímir
taka upp aftur Þingvallafundi eða almennar þjóðsamkomur
á einum stað í landinu, jafnvel á hverju ári, til að vekja og
glæða með þjóðinni áhuga um hagi hennar og velferðarmál.
Nú virðist sérstök ástæða til að koma á Þingvallafundi fyrir
næsta Alþingi. Það sé sjálfsögð skylda Alþingis að ráða hæt-
ur á augljósum og tilfinnanlegum annmörkum gildandi stjórn-
arskrár, ef unnt sé. En þingið geti því aðeins nokkru áorkað,
að það hafi öflugt og eindregið fylgi þjóðarinnar að hakhjalli,
og því verði naumast til vegar komið nema með eindregnum
samtökum á Þingvallafundi, sem væri rækilega sóttur úr
öllum kjördæmum landsins. Jón kveðst ásamt þingmanni
Norðurþingeyinga, síra Benedikt Kristjánssyni, hafa sent
nokkrum þingmönnum og fleirum áskorun um að gangast
fyrir kosningu á Þingvallafund skömmu fyrir Alþingi á sumri
komanda og heitir á ritstjóra ísafoldar og Þjóðólfs að styðja
málið.
Björn Jónsson, ritstjóri Isafoldar, tók undir áskorun Jóns
í stuttri hvatningargrein, sem prentuð er aftan við hana. 1
Isafold 4. marz sama árs kom grein frá bónda að vestan, þar
sem bændur eru hrýndir lögeggjan að senda fulltrúa á Þing-
vallafund. Bitstjóri Þjóðólfs, Jón Ólafsson, hvatti menn í blaði
sínu 14. febrúar mjög eindregið til að bregðast vel við áskor-
un Jóns á Gautlöndum. Þó bendir Jón Ólafsson á það, að
Reykjavík virðist miklu hentari fundarstaður en Þingvellir,
síðan strandferðir gufuskipanna komust á, en segir síðan:
„Aftur er loftið ólíkt hreinna og þjóðlegra á Þingvelli og ekki
mengað þeirri ólyfjan og pestvæni, sem stígur hér upp úr
embættiskvosinni í Reykjavík.“ Björn Jónsson minnist einn-
ig í grein þeirri, er hann lét fylgja áskorun Jóns á Gautlönd-
um, á breytingu þá, sem orðin sé á samgöngum, síðan strand-
ferðir hófust, en hvorki hann né Jón Ólafsson létu þetta
draga úr fylgi sínu við Þingvallafund.
1 Fróða 29. apríl, Þjóðólfi og Isafold 2. og 6. maí, boðaði
Jón á Gautlöndum Þingvallafund 27. júní til að ræða breyt-
ingar á stjórnarskrá landsins og fleiri nauðsynjamál. Skorar
hann á þjóðkjörna þingmenn, að þeir hver í sínu kjördæmi
gangist fyrir kosningu að minnsta kosti tveggja fulltrúa og