Skírnir - 01.01.1966, Page 67
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
65
væntir þess, að þingmenn muni finna köllun hjá sér til að
sækja fundinn. Valdimar Ásmundsson reit í blað sitt Fjall-
konuna 16. maí grein með fyrirsögninni „Hvað á að gera í
sumar?“ Tekur hann þar upp fundarboð Jóns á Gautlöndum,
hvetur menn til að senda fulltrúa á Þingvallafund og nær-
sveitamenn að fjölmenna þangað.
Benedikt Sveinsson, sýslumaður Þingeyinga, sem átt hafði
frumkvæði um að hreyfa stjórnarskrármálinu á þingunum
1881 og 1883, var ekki í þjóðliðinu, og því mun engin þátt-
taka hafa komið úr nágrenni sýslumanns. Ekki er vitað, að
hann hafi átt nokkurn þátt í undirbúningi Þingvallafundar
1885. En um sama leyti sem þjóðliðið vann að þeim undir-
búningi, sendi Benedikt þjóðinni skorinorða brýningu til
sóknar í sjálfstæðismálunum.
Hann birti í Andvara 1885 ritgerð með fyrirsögninni
„Nokkur orð um endurskoðun stjórnarskrárinnar 5. janúar
1874 og stjórnarskipunarmál lslands“. Telur hann stjórnar-
skrána aðeins stjórnarskipunarlög til bráðabirgða. Sjálfur
kveðst hann telja sig því fremur knúðan til að benda á galla
hennar, sem hann hafi átt svo mikinn þátt í varatillögu Al-
þingis 1873. Með henni hafi verið opnuð leið til þess að leysa
stjórnarmál Islands úr þeim aðgerðaleysisdróma, sem það
hafði legið í um fullan fjórðung aldar, en um leið hefði Al-
þingi tekið þann fyrirvara, að ekkert yrði byggt landsréttind-
um Islands til hnekkis eða afdráttar á miðlun þeirri eða til-
slökun, sem þingið þannig gerði við stjómina.
Nú séu liðin svo fimm þing, síðan stjórnarskráin öðlaðist
gildi, að stjórnin hafi ekkert látið á sér bera með að full-
nægja þessum fyrirvara Alþingis, sem þó hljóti að vera gild-
ur og skuldbindandi, svo framarlega sem ekki eigi að varna
Islendingum alls atkvæðisréttar um sína eigin stjórnarskipun.
Það sé því ekki um skör fram, að Alþingi 1881 og 1883 hafi
byrjað að gefa þessu allsherjarmáli þings og þjóðar gaum,
Hann leiðir rök að því, að knýjandi ástæður séu fyrir hendi
til að endurskoða stjórnarskrána, hvort sem litið sé á forms-
hlið málsins eða efni hennar. Megináherzlu leggur Benedikt
á þá kröfu, að Islendingar fái alinnlenda stjórn, sem hann
5