Skírnir - 01.01.1966, Page 69
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
67
Þegar Benedikt hefur rakið það, sem nú er talið, segir hann,
að ganga megi úr skugga um það, að ekki sé einhlítt, þó að
vér sjáum, hvað til vors friðar heyri og Alþingi samþykki
frumvörp, sem blómgun og viðreisn lands og þjóðar velti á.
Þjóðin þurfi að hafa svo ríflegt sjálfsforræði, að hún geti
gert vilja sinn að lögum, en þetta sé komið undir stjórnar-
skipunarlögum landsins.
Benedikt lýkur þessari Andvaragrein með hvatningu til
landa sinna að bera öruggir fram merki Islands, merki mann-
frelsis og þjóðfrelsis, mannjafnréttis og þjóðjafnréttis.
Jón á Gautlöndum ritaði greinaflokk með fyrirsögninni
:,Hálfyrði um stjórnarskrána“ í Akureyrarblaðið Fróða 30.
Janúar, 7. febrúar og 8. apríl 1885 og stingur upp á ýmsum
stjórnarskrárbreytingum. Fyrirkomulag það, sem fram á var
farið í frumvarpi Alþingis 1873, telur hann mundi verða
Islandi of dýrt, meðal annars af þeirri ástæðu, að jarlinn,
sennilega konungborinn maður, mundi tignar sinnar vegna
þurfa að halda sig ríkmannlega, hafa um sig hirð, enda
uiundi torvelt að fá Dani til að viðurkenna slíkt samband
milli landanna, sem það frumvarp gerði ráð fyrir. Hins vegar
eru Jóni vel ljósir vankantar og annmarkar þess stjórnarskrár-
frumvarps, sem neðri deild Alþingis samþykkti 1883. Æðstu
stjórn landsins vill hann skipa þannig, að landshöfðinginn
hafi æðsta úrskurðarvald í öllum þeim innanlandsmálum,
sem ekki séu beinlínis löggjafarmál. En svo telur Jón, að Is-
lendingar þurfi að hafa sérstakan ráðgjafa við hlið konungs
1 Kaupmannahöfn. Ráðgjafinn ætti að sjálfsögðu að mæta á
Alþingi með ábyrgð fyrir þinginu og vera Islendingur eða
svo vel heima í íslenzkri tungu, að hann gæti talað hana og
ritað fyrirstöðulaust. Róttækasta krafa Jóns og raunar aðal-
krafa hans er, að synjunarvald konungs verði aðeins frestandi
(suspensivt veto) að norskri fyrirmynd. Jón setur ekki bein-
línis fram kröfu um þingræði (parlamentarismus), en talar
þó með mestri aðdáun um stjórnarfar Englendinga, þar sem
engum ráðgjafa detti í hug að sitja degi lengur að völdum,
ef hann hafi meirihluta þings eða þjóðar á móti sér. Ein
þeirra stjórnarskrárbreytinga, sem Jón stingur upp á, er af-