Skírnir - 01.01.1966, Síða 71
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
69
°g vísa því máli til almennings i landinu. Vér höfum séð,
að Jón Ólafsson tók vel undir áskorun um Þingvallafund, en
fundur þjóðkjörinna fulltrúa á þeim fornhelga stað skyldi
brýna deiga alþingismenn svo, að endurskoðuð stjórnarskrá
yrði samþykkt á þinginu 1885.
Þingvallafundur var haldinn laugardaginn 27. júní 1885
eftir fundarboði Jóns á Gautlöndum. Aðalheimild um fund-
inn er fundarskýrsla í ísafold og Þjóðólfi 1. og 4. júlí. Hún
*ná heita orðrétt eins í báðum hlöðunum og er því auðséð, að
hún er þar prentuð eins og fundarskrifarar hafa gengið frá
henni. I Fjallkonunni 10. júlí er sú skýrsla nokkuð stytt. f
Suðra 30. júní er sagt frá Þingvallafundinum að mestu sam-
kværnt fundarskýrslunni, sem hirtist í fsafold og Þjóðólfi, í
einstökum atriðum nánar, en sumu sleppt. í Fróða ll.júlí
er tekin upp frásögn Suðra. Enn fremur er frá fundinum
sagt í Fréttum frá íslandi 1885, en þær ritaði Jón Steingríms-
s°n, síðar prestur í Gaulverjabæ. Stuttlega er sagt frá þessum
Þingvallafundi í broti úr dagbók Sigurðar Jónssonar í Yzta-
felli, sem prentað er í bókinni Sigurður í Yztafelli og sam-
tíðarmenn, bls. 147.
Fjölmenni, varla færra en hálft annað hundrað manns, var
Saman komið á Þingvelli að morgni dags 27. júní, þrátt fyrir
slaemt veður og illa færð, og varla hafa menn húizt við góð-
utti aðbúnaði á fundarstað, sem ekki mun hafa verið til að
dreifa. Af þessum hóp voru 32 kjörnir fulltrúar. Jón Stein-
grttttsosn segir, að öll kjördæmi landsins nema Eyjafjarðar-
sýsla og Vestmannaeyjar hafi kosið fulltrúa til fundarins.
þetta má gera þá athugasemd, að Norðurþingeyingar
attu ekki fulltrúa á fundinum, og hvorki í fundarskýrslunni
tte öðrum heimildum, sem ég þekki, er þess getið, að þeir
hafi til hans kosið. Segir Jón Steingrímsson, að í þeim kjör-
'k'Kittum, sem ekki kusu til fundarins, hafi valdið áhugaleysi
e^a andróður einstakra manna. f Eyjafjarðarsýslu má vafalítið
ætla, að Arnljótur Clafsson, sem þá var prestur að Bægisá
°§ þingmaður kjördæmisins, hafi ráðið miklu um þetta mál.
Þó v°ru þrir úr kjördæmi hans með fulltrúaréttindum á fund-