Skírnir - 01.01.1966, Page 73
Skirnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
71
Or Grímsey Árni Þorkelsson.1)
Or Þingeyjarsýslu Jón Jónsson frá Arnarvatni, Jón Ólafs-
son á Einarsstöðum, Pétur Jónsson á Gautlöndum og Sig-
urður Jónsson í Yztafelli.2)
Or Norður-Múlasýslu Brynjólfur Þórarinsson á Brekku.
Or SuSur-Múlasýslu síra Páll Pálsson í Þingmúla.
Auk þeirra fulltrúa, sem nú voru taldir, höfðu verið kosnir
á fundinn fjórir fulltrúar, sem ekki gátu sótt hann vegna for-
falla. Þeir voru: Páll héraðslæknir Blöndal fyrir Borgarfjarð-
arsýslu, Indriði Gíslason á Hvoli fyrir Dalasýslu, Ólafur hér-
aðslæknir Sigvaldason fyrir suðurhluta Barðastrandarsýslu og
Páll prófastur Ólafsson á Prestsbakka fyrir Strandasýslu.
Um þingeysku fulltrúana skal þess getið, að þeir voru allir
kosnir af Suðurþingeyingum, Jón Jónsson frá Arnarvatni,
síðar kenndur við Múla, og Jón Ólafsson á Einarsstöðum
fyrir kjördæmið, og þjóðliðsdeildirnar, sem stóðu að kosningu
Péturs og Sigurðar, voru allar i Suður-Þingeyjarsýslu.
Ég hef ekki nema að mjög litlu leyti átt kost heimilda um
það, með hverjum hætti kosið hafi verið til Þingvallafundar
að þessu sinni. Vitað er, að Akureyringar kusu fulltrúa sína
beinum kosningum, og þjóðlið Þingeyinga kaus fulltrúa sína
á foringjafundi 6. júní 1885 3). Vafalaust hafa fulltrúar ver-
Jð kosnir beinum kosningum í Beykjavik. En sennilegt er, að
kosningar hafi verið óbeinar víða til sveita, t. d. þannig, að
kosnir hafi verið kjörmenn í hreppum og þeir síðan kosið
fulltrúa kjördæmanna. Ef kjörbréf einhverra fulltrúa skyldu
hafa geymzt, t. d. í vörzlum afkomenda þeirra, gætu þau ef
til vill gefið vísbendingar um þetta.
Meðal fulltrúa var enginn alþingismaður, sem eðlilegt var,
þar sem fundurinn var til þess boðaður að samþykkja áskor-
anir til Alþingis.
Fundurinn var haldinn í tjaldi, sem tók rúmlega 100 manns.
Áður en fundur væri settur, var sunginn Þingvallasöngur
1) Var ekki kosinn á fundinn, en fundurinn veitti honum fulltrúa-
réttindi.
2) Pétur og Sigurður voru kosnir af þjóðliði Þingeyinga.
3) Fróði 6. júlí 1885 og Sigurður í Yztafelli og samtiðarmenn, bls. 144.