Skírnir - 01.01.1966, Page 79
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
77
e, að konungur (eða jarl) hafi takmarkað neitunarvald
líkt því, sem á sér stað hjá Norðmönnum.
f, að Island eigi rétt á að hafa sérstakan verzlunarfána.
g, að bætt sé inn í titil konungs orðunum „yfir lslandi“.
Stafliðir f og g voru samþykktir með öllum þorra atkvæða,
en um staflið e urðu snarpar umræður, sem nokkurir
alþingismenn tóku þátt í. Þó eru ekki nafngreindir aðrir
ræðumenn en alþingismennimir Benedikt Sveinsson og Jón
Ölafsson. Talaði Jón með kröfunni um frestandi synjunar-
vald, en Benedikt á móti. Um þenna staflið voru atkvæði
greidd að viðhöfðu nafnakalli, og var hann samþykktur með
20 atkvæðum gegn 11. Nei sögðu: Árni Þorsteinsson, Björn
Jónsson, Guðmundur Pálsson, Gunnar Halldórsson, Hjálmur
Pétursson, Indriði Einarsson, Jens Pálsson, Jón Breiðfjörð, Jón
Þórarinsson, Sigurður Stefánsson, Þórhallur Bjarnarson. Fjar-
staddir voru Helgi Magnússon og síra Ólafur Ólafsson. Allir
viðstaddir fulltrúar hafa greitt atkvæði.
Sigurður í Yztafelli segir, að fulltrúar úr Þingeyjar-, Eyja-
fjarðar- og Múlasýslum hafi allir haldið hóp, og hafi þetta
komið skarpast í ljós í stjórnarskrármálinu. Telur hann full-
trúa þeirra sýslna kjarnann í liði hinna róttækustu í sjálf-
stæðiskröfum. Þegar Sigurður talar um íhaldið á fundinum,
mun hann meðal annars eiga við þá, sem fylgdu Benedikt
Sveinssyni í andstöðu gegn kröfunni um frestandi synjunar-
vald.
Ekki er þess getið, að til tals hafi komið á kvöldfundinum
að halda áfram stefnu stjórnarskrárfrumvarpsins frá 1883.
Þessi Þingvallafundur gekk lengra í sjálfstæðiskröfum en
fyrr hafði gert verið, hvort sem litið er til Alþingis eða Þing-
vallafunda. Kröfunni um takmörkun á synjunarvaldi kon-
ungs, svo að það yrði aðeins frestandi, var að vísu hreyft á
Þingvallafundi 1873, en látin niður falla, þegar á það var
bent, að slikt mundi enginn konungur geta undirskrifað. Nú
var hún samþykkt, þrátt fyrir mótmæli Benedikts Sveinsson-
ar, sem vafalaust hafa verið hörð og eindregin. Kröfu um sér-
stakan verzlunarfána fyrir Island hafði ekki verið hreyft fyrr.
Annars er það að segja um hana og kröfuna um að taka nafn