Skírnir - 01.01.1966, Page 80
78
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
íslands upp í tignarheiti konungs, að þær fara út fyrir end-
urskoðun gildandi stjórnarskrár og snerta beinlínis ríkisrétt-
arlega stöðu Islands gagnvart Danmörku. Slíkt mundi á póli-
tísku máli 20. aldar heldur teljast sambandsmál en stjórnar-
skrármál.
Niðurstaða Þingvallafundar 1885 í stjórnarbótarmálum
varð sú að fylgja þeim kröfum fram, sem lengst gengu og
róttækastar voru. Virðist sennilegt, að fundarmenn hafi hugs-
að á sömu leið og sumir ræðumenn á Þingvallafundi 1873,
að ekki sakaði, þó að langt væri gengið í kröfum, Alþingi ætti
hægra með að slá af. Einn þeirra, sem þannig töluðu 1873,
var Jón á Gautlöndum.1)
Eitt af málum Þingvallafundarins 1885 var réttur utan-
þjóðkirkjumanna. Suðri segir, að það væri tekið fyrir síðast
mála. 1 því var eftir litlar umræður samþykkt í einu hljóði
þessi ályktun:
„Fundurinn skorar á Alþingi að láta eigi lengur dragast
að skipa með lögum réttarstöðu þeirra manna, sem eru fyrir
utan þjóðkirkjuna.“
I fundarskýrslunni segir, að fundi væri slitið hér um bil
einni stundu eftir miðnætti. Suðri segir klukkan tvö. Hvor-
ugt stendur á miklu.
Það sést af Alþingistíðindum 1885, að Alþingi hefur verið
send bænarskrá frá Þingvallafundi, og bar Jón alþingismaður
á Gautlöndum hana fram á fundi neðri deildar 7. júlí. Þessi
bænarskrá finnst ekki í skjalasafni Alþingis, og hefur hún
sennilega verið afhent Jóni aftur ásamt „ýmsum málaleitun-
um“ frá Þingvallafundi og fleiri skjölum, sem Jón bar fram
í sama skipti og skýrt er frá, að honum væru „afhent aftur
sem afgreidd“. Bænarskrá Þingvallafundar hefur vafalaust
verið um sjálfstæðismálið og að efni samhljóða ályktun fund-
arins í því máli. Aðrar málaleitanir frá sama fundi munu
hafa verið ályktanir hans í þeim málum, sem talin voru
minni háttar en sjálfstæðismálið.2)
x) Sigurður Líndal:: Stjómarbótarmál Islendinga á Þingvallafundi
1873. Nýtt Helgafell, 4. árg., bls. 199—213.
2) Alþt. 1885, B, 27.