Skírnir - 01.01.1966, Side 81
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
79
Suðri hóf 8. ágúst 1885 greinaflokk með fyrirsögninni
„Stjórnarskrármálið í útlendum blöðum“. 1 fyrsta kafla þessa
greinaflokks er þýdd grein um Þingvallafundinn úr danska
blaðinu Dagbladet, sem þá var helzta blað hægrimanna í
Danmörku, og birtist sú grein í blaðinu 11. júlí, sama dag
sem það flutti bréf um Þingvallafundinn frá fréttaritara sín-
um í Reykjavík. Svo sem vænta mátti andar köldu til fund-
arins í grein hins danska hægriblaðs. Stjórnarskráin frá 1874
er talin hafa fullnægt kröfum Islendinga um innlenda stjórn
eftir því, sem nauðsyn var á og réttur til, enda hafi, síðan
Island fékk stjórnarskrána, „svo verið starfað að þörfum lög-
um fyrir eyland þetta, að flest ríki í Norðurálfunni gætu öf-
undað það“. Þegar krafizt sé breytinga, sem fari í stórpólitíska
átt, eins og Þingvallafundurinn hafi gert, sé því að ræða um
stjórnarbreytingar vegna sjálfra breytinganna. Aðalbreyting-
ar, sem fundurinn hafi stungið upp á, telur blaðið stofnun
jarldóms á Islandi og takmörkun á synjunarvaldi konungs,
en hér sé um kröfur að ræða, sem Danmörk geti ekki gengið
að. Um jarldóminn sé vafamál, hvort hann sé ekki gagn-
stæður grundvallarlögum Dana, en hið danska löggjafarvald
sé æðsta vald í íslenzkum málum. Um ráðgjafaábyrgð sé bent
á eðlilega leið í þriðju grein stjórnarskrár fslands, og ættu
Islendingar að stefna að því að fá bundinn enda á loforð það,
sem þar sé gefið. Það væri hörmulegt vegna fslendinga sjálfra,
ef þeir skyldu nú á ný hefja stjórnarbaráttu án góðra rök-
semda. Frá Dana hlið verði ótakmarkað neikvæði látið hljóma
gegn breytingum, sem meira eða minna opinskátt miði að því
að skipa svo sambandinu milli íslands og Danmerkur, að þau
hafi konunginn einan sameiginlegan.
Annar og þriðji hluti greinaflokks þess, er hér um ræðir,
bom í Suðra 10. september. Þar er frá því skýrt, að í Berlín-
a' blaðinu Germania, höfuðblaði kaþólskra manna á Þýzka-
Dndi, birtist 18. júlí bréf frá Kaupmannahöfn, þar sem sagt
er frá Þingvallafundinum eftir bréfi því úr Reykjavík í danska
Dagbladet, sem nú var getið, en síðan haldið áfram og ritað
um sjálfstæðismál fslands af samúð með fslendingum, og
þýðir Suðri þann kafla bréfsins í Germania. Þá kemur þýð-