Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 83
Skirnir
Þingvallafundur 1883 og benediskan
81
niður felld, svo sem gert hafði verið í frumvörpum endur-
skoðunarmanna 1881 og 1883. Ekki var farið fram á aðra
beina útfærslu sérmálasviðsins en þá, að æðsta dómsvald yrði
innlent, enda taldi Benedikt Sveinsson eins og fyrr segir, að
til slíkrar breytingar væri bent í stöðulögunum. Um þetta
efni létu flutningsmenn fylgja frumvarpinu ákvörðun um
stundarsakir orðrétt samhljóða þeirri, sem fyrr er getið að
fylgdi frumvarpi neðri deildar 1883. Orðalag var á aðra leið
en í stöðulögunum. 1 þeirri ákvörðun um stundarsakir, sem
frumvörpum þessum fylgdi, var kveðið svo á, að lög, sem
Alþingi og ríkisþing Dana samþykkti, þyrfti til þess að af-
nema dómsvald hæstaréttar Danmerkur í íslenzkum málum,
en það ákvæði stöðulaganna, sem hér kemur til greina, var
þannig orðað, að þátttöku hins almenna löggjafarvalds ríkis-
ms þyrfti til þess að gera breytingu á stöðu hæstaréttar í
íslenzkum málum.
Samkvæmt frumvarpi þremenninganna skyldi konungur
skipa yfir ísland landstjóra búsettan hér á landi, sem átti
að mestu leyti að fara með vald konungs í sérmálum lands-
ins. Landstjóri átti að vera ábyrgur fyrir konungi einum, en
kveðja sér ráðgjafa, sem skyldu bera ábyrgð fyrir Alþingi.
Landstjóri eða neðri deild Alþingis skyldi geta höfðað mál
gegn ráðgjöfunum fyrir embættisrekstur þeirra, en í þeim
naálum átti landsdómur að dæma. Landstjóri átti að hafa
*neð höndum staðfestingarvald laga og annarra stjórnarráð-
stafana að undan skildum stjórnarskrárbreytingum svo og
náðunum og uppgjöf saka. Þetta skyldi bera beint undir kon-
Ung °g vera frá skilið valdsviði landstjóra. Um leyfi og und-
anþágur frá lögum, aðrar en náðanir og uppgjöf saka, er
í rauninni látið óákveðið, hvort heldur beri undir landstjóra
eða beint undir konung.
Krafan um handhafa konungsvalds búsettan hér á landi
með ráðgjöfum, sem ábvrgir skyldu vera fyrir Alþingi, er í
samræmi við ályktun Þingvallafundarins. Hér er að vísu sá
^nunur, að í ályktun Þingvallafundarins er talað um jarl
eins og í aðaluppástungu Alþingis 1873, en samkvæmt frum-
varpi þremenninganna átti þessi fulltrúi eða staðgöngumaður
6