Skírnir - 01.01.1966, Page 85
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
83
Frumvarp um þjóðfána fyrir ísland var flutt af hálfu
stjórnarskrárnefndar í neðri deild, en svæft í sömu nefnd
eins og síðar segir nánar. Þeirri kröfu Þingvallafundarins,
að nafn Islands yrði tekið upp í tignarheiti konungs, var ekki
hreyft á Alþingi 1885.
Þegar stjórnarskrárfrumvarp það, er nú var lýst í aðal-
atriðum, var borið fram á Alþingi, hafði Jón Sigurðsson fram-
sögu fyrir málinu. Sagði hann, að háværar raddir frá þjóð-
inni í blöðum og á fundum hefðu knúið flutningsmenn frum-
varpsins til að koma fram með það, nefndi sérstaklega Þing-
Vallafundinn og þingmálafund að Einarsstöðum í Suður-Þing-
eyjarsýslu.
Landshöfðingi lýsti þegar yfir því af stjórnarinnar hálfu,
að hún teldi að svo komnu sérhverja breytingu á stjórnar-
skránni ónauðsynlega og mundi því enga breytingu á henni
aðhyllast. Sérstaklega gæti það frumvarp, sem nú lægi fyrir
þinginu, aldrei öðlazt staðfestingu konungs, þar sem það gengi
lengra í því að draga vald úr höndum hans en nokkurt
þeirra stjórnarskrárfrumvarpa, sem fyrr hefðu verið flutt á
Alþingi. Stjórnin væri þeirrar skoðunar, að gildandi stjórnar-
skrá væri því ekki til fyrirstöðu, að landið gæti tekið öllum
þeim framförum, sem það þyrfti með og eftir atvikum væru
tnögulegar.
Flutningsmenn frumvarpsins töluðu allir og andmæltu
landshöfðingja. Benedikt Sveinsson taldi yfirlýsingu stjórnar-
mnar of snemma fram komna og ótímabæra, þar sem hún
væri gefin áður en reynt væri, hvað Alþingi gerði í málinu.
Jón Ölafsson kvað sér hafa komið það á óvart, að stjórnin
skyldi aftaka allar breytingar á stjórnarskránni, þó að hann
hefði búizt við að stjórnin yrði treg að samþykkja sumar
hreytingar. Jón Sigurðsson benti á varatillögu Alþingis 1873.
Halldór Kr. Friðriksson studdi mál landshöfðingja. Taldi
Halldór það helzt ábótavant við innanlands stjórnina, að ráð-
gjafinn kæmi eigi á þing eða neinn sá af hans hendi, sem
Ldlkomlega gæti lýst yfir skoðunum stjórnarinnar á málun-