Skírnir - 01.01.1966, Side 87
Skírnir
Þingvallafundur 1885 og benediskan
85
þetta mikla mál, svo að vel væri. En annað atriði kvað hann
þó engu miður afla sér áhyggju í þessu máli, og væri það
yfirlýsing sú, er landshöfðingi flutti þinginu af hendi stjórn-
arinnar. Taldi Benedikt þessa yfirlýsingu kynlega og ótíma-
bæra, þar sem hún sjálfsagt ætti að útiloka endurskoðun eða
breytingu á stjórnarskrá Islands. 1 61. grein stjórnarskrárinn-
ar væri skýlaus og vafalaus heimild gefin, eigi aðeins stjórn-
mni, heldur einnig og það sér í lagi Alþingi til að koma fram
nieð breytingaruppástungur á stjórnarskránni og viðauka við
hana. Eftir sömu stjórnarskrárgrein þyrfti langan og lög-
akveðinn undirbúning til þess, að slíkar breytingaruppástung-
ur gætu komizt á það stig, að á þeim yxði leitað staðfestingar
konungs, og væri stjóminni skylt að taka þátt í þeim undir-
búningi. Yfirlýsing landshöfðingja kæmi eigi sem bezt heim
við anda og grundvallarreglur þessarar stjórnarskrárgreinar.
Þó taldi Benedikt meira vert um varatillögu Alþingis 1873.
1 henni væri með berum orðum það skilyrði sett, að stjóm-
m skyldi leggja frumvarp til endurskoðaðrar stjórnarskrár
fyrir fjórða Alþingi, sem saman kæmi eftir að hin fyrirhug-
aða stjórnarskrá, sem þingið gaf heimild til að byggja á vara-
uppástungunni, hefði öðlazt gildi. Benedikt taldi það hafa ver-
ið skyldu stjórnarinnar, samkvæmt þessu atriði eða skildaga
varatillögunnar, að koma sjálfkrafa fram með frumvarp til
endurskoðaðra stjórnarskipunarlaga fyrir fsland. En hjá
stjórninni var steinþögn.
„Það var að svo vöxnu máli“, sagði Benedikt, „að Alþingi
sjálft tók og hlaut að taka endurskoðun stjórnarskrárinnar
upp á dagskrá 1881“. Þó hefði ekki verið tekin upp stefna
þess frumvarps til stjórnarskipunarlaga fyrir ísland, sem Al-
þingi gerði að aðaluppástungu sinni 1873, heldur byggt á
grundvelli stjórnarskrárinnar 5. jan. 1874, sem stjórnin sjálf
hafði samið eins og henni bezt líkaði. Alþingi 1881 hafi eigi
farið fram á aðra verulega breytingu á meginatriði stjórnar-
skrárinnar um hina æðstu stjórn hinna sérstaklegu íslands
Uiála en þá, að landshöfðinginn fengi ráðgjafavald og full-
komna stjórnlagaábyrgð fyrir Alþingi. Þrátt fyrir vanefndir
stjórnarinnar á skildaga varatillögu Alþingis 1873 og stein-